Íslenski boltinn

Æfingaferðum stórfækkar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn FH fjármögnuðu sjálfir æfingaferð sína.
Leikmenn FH fjármögnuðu sjálfir æfingaferð sína. Mynd/Vilhelm

Íslensk knattspyrnufélög eru nánast hætt að fara í æfingaferðir til Spánar og Portúgals eins og hefur verið algengt undanfarin ár.

Lúðvík Arnarsson hjá Úrval-Útsýn sagði í samtali við fréttastofu að aðeins FH og Keflavík færu í æfingaferðir í ár en alls voru 20 slíkar ferðir farnar í fyrra.

Leikmenn FH fjármagna reyndar sína ferð sjálfir og forráðamenn Keflavíkur segja að þeirra ferð verði ekki farin nema að leikmönnum takist að fjármagna ferðina.

Þá stóð til að ÍBV færi í æfingaferð en hætt var við hana í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×