Erlent

Clinton ræðir fíkniefnavandann við stjórnvöld í Mexíkó

Hillary Clinton mun ræða ýmis mál við Mexíkóbúa.
Hillary Clinton mun ræða ýmis mál við Mexíkóbúa.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst fara til Mexiko í þessum mánuði til þess að styðja baráttuna gegn eiturlyfjahringjum, en talið er að þeir hafi orsakað aukið ofbeldi sem óttast er að breiðist yfir til Bandaríkjanna. Samkvæmt upplýsingum sem AP fréttastofan hefur frá utanríkisráðuneytinu mun Clinton fara til Mexíkóborgar og Monterrey 25 mars. Auk þess að ræða fíkniefnavandann mun Clinton ræða efnahagsvandann, loftslagsmál og viðskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×