Íslenski boltinn

Atli orðinn þjálfari Vals

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Atli tekur við af Willum Þór.
Atli tekur við af Willum Þór.

Valsmenn hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir staðfesta að Atli Eðvaldsson verði næsti þjálfari Vals. Valsmenn hafa náð munnlegu samkomulagi við Atla um að stýra liðinu út leiktíðina.

Nafn Atla kom strax inn í umræðuna þegar Willum var rekinn frá Val. Hann greindi frá því í Fréttablaðinu daginn eftir að Willum var látinn fara að hann hefði mikinn áhuga á starfinu.

Fyrsti kostur Valsmanna virðist þó hafa verið Guðmundur Benediktsson en KR-ingar höfnuðu tilboði Valsmanna í Guðmund sem er enn leikmaður Vesturbæjarliðsins.

Atli hafði ekki heyrt frá Valsmönnum í gær og Valsmenn virðast hafa sett sig í samband við Atla þegar ljóst var að KR var ekki til í að sleppa Guðmundi.

Hlutirnir hafa svo gengið hratt fyrir sig og munnlegt samkomulag hefur nú náðst.

Atli er búsettur í Dusseldorf en kemur til Íslands á sunnudag og stýrir þá sinni fyrstu æfingu með liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×