Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið vill svör við klúðri ITV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gosling skorar hér sigurmarkið í gær.
Gosling skorar hér sigurmarkið í gær. Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur fram á formlega útskýringu fyrir því að sjónvarpsstöðin ITV missti af sigurmarki Everton gegn Liverpool í leik liðanna í ensku bikarkeppninni í gær.

Eins og greint hefur verið frá var skipt yfir á auglýsingar í framlengingunni en forráðamenn sjónvarpsstöðvarinnar hafa sagt að um tæknileg mistök hafi verið að ræða. Harma þeir það mjög og segja það óafsakanlegt að missa af markinu.

Enska knattspyrnusambandið er hins vegar ekki sátt og vill frekari skýringar.

„Það er mikilvægt að menn læri af mistökum sínum og að svona geti ekki endurtekið sig," sagði í yfirlýsingu á heimasíðu sambandsins.

Tengdar fréttir

ITV missti af sigurmarki Everton í gær (myndband)

Mikill fjöldi knattspyrnuáhugamanna hugsa nú sjónvarpsstöðinni ITV þegjandi þörfina eftir að stöðin klúðraði útsendingu frá leik Everton og Liverpool í enska bikarnum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×