Fengu Kraums-verðlaunin 17. desember 2009 06:00 Kraums-verðlaunin voru afhent í annað sinn gær við hátíðlega athöfn. Hér stilla verðlaunahafarnir sér upp saman. fréttablaðið/anton Sex flytjendur fengu Kraumsverðlaunin afhent í gær. Meðal þeirra voru hljómsveitirnar Bloodgroup og Hjaltalín. Um er að ræða sérstaka viðurkenningu Kraums-tónlistarsjóðs til þeirra verka sem hafa þótt framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu. Kraumur mun styðja við sigurplöturnar og jafnframt auka við möguleika flytjendanna á að koma þeim á framfæri utan landsteinana með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis. Dómnefnd Kraumslistans er skipuð sextán aðilum sem hafa síðustu ár starfað við umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson blaðamaður. Tuttugu plötur voru tilnefndar til Kraums-verðlaunanna í ár. Á meðal hljómsveita og tónlistarmanna sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar í þetta sinn eru Dikta, Egill Sæbjörnsson, múm og Feldberg. Á síðasta ári sigruðu plötur Agent Fresco, FM Belfast, Huga Guðmundssonar, Ísafoldar, Mammút og Retro Stefson. Sigurvegarar: Anna Guðný Guðmundsdóttir - Tuttugu tillit til Jesúbarnsins Bloodgroup - Dry Land Helgi Hrafn Jónsson - For the Rest of My Childhood Hildur Guðnadóttir - Without Sinking Hjaltalín - Terminal Morðingjarnir - Flóttinn mikli Það var margt um manninn þegar Kraums-verðlaunin voru afhent í gær. .Haraldur Leví Gunnarsson hjá Records Records-útgáfunni var á meðal gesta. Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Sex flytjendur fengu Kraumsverðlaunin afhent í gær. Meðal þeirra voru hljómsveitirnar Bloodgroup og Hjaltalín. Um er að ræða sérstaka viðurkenningu Kraums-tónlistarsjóðs til þeirra verka sem hafa þótt framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu. Kraumur mun styðja við sigurplöturnar og jafnframt auka við möguleika flytjendanna á að koma þeim á framfæri utan landsteinana með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis. Dómnefnd Kraumslistans er skipuð sextán aðilum sem hafa síðustu ár starfað við umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson blaðamaður. Tuttugu plötur voru tilnefndar til Kraums-verðlaunanna í ár. Á meðal hljómsveita og tónlistarmanna sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar í þetta sinn eru Dikta, Egill Sæbjörnsson, múm og Feldberg. Á síðasta ári sigruðu plötur Agent Fresco, FM Belfast, Huga Guðmundssonar, Ísafoldar, Mammút og Retro Stefson. Sigurvegarar: Anna Guðný Guðmundsdóttir - Tuttugu tillit til Jesúbarnsins Bloodgroup - Dry Land Helgi Hrafn Jónsson - For the Rest of My Childhood Hildur Guðnadóttir - Without Sinking Hjaltalín - Terminal Morðingjarnir - Flóttinn mikli Það var margt um manninn þegar Kraums-verðlaunin voru afhent í gær. .Haraldur Leví Gunnarsson hjá Records Records-útgáfunni var á meðal gesta.
Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira