Segist ekki vera dómari í málum bankanna Ingimar Karl Helgason skrifar 23. september 2009 18:35 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist ekki vera dómari í málefnum bankanna. Bloomberg fréttaveitan hefur eftir Ólafi að bankarnir hafi engin lög brotið. Þetta segist Ólafur ekki hafa sagt. Ummæli sín fjalli um að aðrir læri af mistökum bankanna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er í embættiserindum vestanhafs. Hann var í viðtali við útvarpsstöð bloomberg fréttaveitunnar fyrr í dag. Haft er eftir honum á vef fréttaveitunnar, bæði í fyrirsögn og upphafi fréttar að bankarnir hafi engin lög brotið; en sem kunnugt er eru nú til rannsóknar, bæði hjá Sérstökum saksóknara og Fjármálaeftirlitinu, fjölmörg mál sem tengjast bankahruninu. Ólafur segist ekki hafa sagt þetta heldur hafi hann verið að benda á að bankarnir hafi verið hluti af hinu evrópska regluverki. Hluti erfiðleika og áfalla Íslendinga hafi verið að ekki hefði verið nóg aðhald og eftirlit með hinu evrópska regluverki. Í efnahagshruni Íslendinga felist lærdómur, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur líka önnur ríki. Ólafur segist ekki vera dómari í sök bankanna. Það sé enda munur á að tala um evrópska regluverkið og einstök lög í einstökum löndum. Ólafur Ragnar segir jafnframt að það sé mikilvægt ekki bara fyrir Íslendinga heldur líka fyrir aðrar þjóðir að læra af mistökum bankanna. Fréttamaður hlustaði á viðtalið við Ólaf Ragnar á Bloomberg, og er heldur frjálslega eftir honum haft í fréttinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur Ragnar hefur þurft að leiðrétta ummæli sín í erlendum fjölmiðlum eftir bankahrunið; raunar er þetta líklega fjórða skiptið. Fjallað var um að forsetinn hefði skammað erlenda sendiherra í Reykjavík eftir hrun. Þá sagði breska ríkisútvarpið frá því í janúar að forsetinn væri að íhuga málsókn vegna hryðjuverkalaga. Þá var haft eftir honum í þýskum fjölmiðlum að ekki ætti að greiða þeim sem lögðu peninga inn á reikninga Kaupþings þar í landi. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar enn í vörn fyrir útrásina Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að íslensku bankarnir sem hrundu síðasta haust hafi ekki brotið neinar reglur. Þetta kom, fram í viðtali sem útvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar tók við Ólaf Ragnar í New York í dag. 23. september 2009 14:34 Misskilinn forseti Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur þrisvar sinnum þurft að leiðrétta erlendar fréttir um sjálfan sig síðan bankarnir hrundu. Ólafur hefur verið duglegur að ræða við erlenda fjölmiðla sem margir hverjir virðast misskilja orð forsetans. Nýjasta dæmið eru ummæli er varða innistæður sparifjáreigenda í Þýskalandi en áður hafði BBC misskilið forsetann sem og norskur sendiherra sem sat með honum hádegisverðarfund. 10. febrúar 2009 14:34 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist ekki vera dómari í málefnum bankanna. Bloomberg fréttaveitan hefur eftir Ólafi að bankarnir hafi engin lög brotið. Þetta segist Ólafur ekki hafa sagt. Ummæli sín fjalli um að aðrir læri af mistökum bankanna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er í embættiserindum vestanhafs. Hann var í viðtali við útvarpsstöð bloomberg fréttaveitunnar fyrr í dag. Haft er eftir honum á vef fréttaveitunnar, bæði í fyrirsögn og upphafi fréttar að bankarnir hafi engin lög brotið; en sem kunnugt er eru nú til rannsóknar, bæði hjá Sérstökum saksóknara og Fjármálaeftirlitinu, fjölmörg mál sem tengjast bankahruninu. Ólafur segist ekki hafa sagt þetta heldur hafi hann verið að benda á að bankarnir hafi verið hluti af hinu evrópska regluverki. Hluti erfiðleika og áfalla Íslendinga hafi verið að ekki hefði verið nóg aðhald og eftirlit með hinu evrópska regluverki. Í efnahagshruni Íslendinga felist lærdómur, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur líka önnur ríki. Ólafur segist ekki vera dómari í sök bankanna. Það sé enda munur á að tala um evrópska regluverkið og einstök lög í einstökum löndum. Ólafur Ragnar segir jafnframt að það sé mikilvægt ekki bara fyrir Íslendinga heldur líka fyrir aðrar þjóðir að læra af mistökum bankanna. Fréttamaður hlustaði á viðtalið við Ólaf Ragnar á Bloomberg, og er heldur frjálslega eftir honum haft í fréttinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur Ragnar hefur þurft að leiðrétta ummæli sín í erlendum fjölmiðlum eftir bankahrunið; raunar er þetta líklega fjórða skiptið. Fjallað var um að forsetinn hefði skammað erlenda sendiherra í Reykjavík eftir hrun. Þá sagði breska ríkisútvarpið frá því í janúar að forsetinn væri að íhuga málsókn vegna hryðjuverkalaga. Þá var haft eftir honum í þýskum fjölmiðlum að ekki ætti að greiða þeim sem lögðu peninga inn á reikninga Kaupþings þar í landi.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar enn í vörn fyrir útrásina Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að íslensku bankarnir sem hrundu síðasta haust hafi ekki brotið neinar reglur. Þetta kom, fram í viðtali sem útvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar tók við Ólaf Ragnar í New York í dag. 23. september 2009 14:34 Misskilinn forseti Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur þrisvar sinnum þurft að leiðrétta erlendar fréttir um sjálfan sig síðan bankarnir hrundu. Ólafur hefur verið duglegur að ræða við erlenda fjölmiðla sem margir hverjir virðast misskilja orð forsetans. Nýjasta dæmið eru ummæli er varða innistæður sparifjáreigenda í Þýskalandi en áður hafði BBC misskilið forsetann sem og norskur sendiherra sem sat með honum hádegisverðarfund. 10. febrúar 2009 14:34 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Ólafur Ragnar enn í vörn fyrir útrásina Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að íslensku bankarnir sem hrundu síðasta haust hafi ekki brotið neinar reglur. Þetta kom, fram í viðtali sem útvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar tók við Ólaf Ragnar í New York í dag. 23. september 2009 14:34
Misskilinn forseti Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur þrisvar sinnum þurft að leiðrétta erlendar fréttir um sjálfan sig síðan bankarnir hrundu. Ólafur hefur verið duglegur að ræða við erlenda fjölmiðla sem margir hverjir virðast misskilja orð forsetans. Nýjasta dæmið eru ummæli er varða innistæður sparifjáreigenda í Þýskalandi en áður hafði BBC misskilið forsetann sem og norskur sendiherra sem sat með honum hádegisverðarfund. 10. febrúar 2009 14:34