Innlent

Beitti stjúpsystur sína kynferðisofbeldi í fimm ár

Mynd/Haraldur Jónasson
Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsystur sinni í fimm ár á árunum 1999 til 2003. Maðurinn er sakaður um að hafa allt að 40 sinnum haft munnmök við stúlkuna og káfað á kynfærum hennar innan og utan klæða auk þess sem hann lét stjúpsystur sína hafa einu sinni við sig munnmök.

Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómsdómi Norðurlands vestra um miðjan mánuðinn krafðist verjandi mannsins að ráðgjafa hjá Stígamótum yrði meinað að vitna í málinu. Stúlkan var fyrst vikulega og síðar á tveggja vikna fresti í einstaklingsviðtölum hjá ráðgjafanum um 18 mánaða skeið frá 2007 til 2008.

Verjandinn taldi starfskonu Stígamóta ekki eiga erindi í málið og að hún gæti ekki talist vitni. Héraðsdómur féllst ekki á þau rök og í framhaldinu var málinu vísað til Hæstaréttar sem í gær staðfesti úrskurð héraðsdóms. Ráðgjafanum er því heimilt að vitna í aðalmeðferð málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×