Sjálfsblekking að vonast til að halda þjónustu óskertri 23. september 2009 06:30 Skorið verður niður um 2,8 milljarða til Landspítalans. „Ég held að það geti enginn stundað þá sjálfsblekkingu að niðurskurður af þeirri stærðargráðu sem við verðum vitni að núna ár eftir ár bitni ekki á störfum og þjónustu. Það hlýtur hann að gera, því miður, og fráleitt að halda annað," segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. Eins og kunnugt er stendur fyrir dyrum mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Heildarniðurskurðurinn verður sjö milljarðar á næstu fjárlögum. Stjórnendum Landspítalans er gert að lækka rekstrarkostnað sjúkrahússins um 7,5 prósent frá 2008, eða um 2,8 milljarða króna. Ögmundur segir niðurskurðarvinnuna þríþætta. Horft sé til samdráttar innan hverrar stofnunar fyrir sig og það greint hvar hægt er að ná sparnaði. Þá sé horft til skipulagsbreytinga og síðast til sjúkratrygginga, sérfræði- og lyfjakostnaðar. „Við erum að reyna að sjá til þess að varðveita störfin eftir því sem við frekast getum - ég hef lagt mjög ríka áherslu á að störfum láglaunafólks sé hlíft eftir því sem framast er unnt." Matthías Halldórsson landlæknir segir ljóst að þjónustan muni skerðast að einhverju leyti. „Aðalatriðið er að spilað sé á sem ábyrgastan hátt úr þeim peningum, sem eru til ráðstöfunar, þannig að það komi sem minnst niður á þjónustu við sjúklinga. Mikilvægt er að allir leggist á eitt til að svo megi verða. Ekkert bendir núna til þess að þjónustan verði óviðunandi, en maður veit það ekki fyrirfram. Þegar sparað er eins mikið og núna gera allir sér ljóst að það þarf að huga vel að öryggi sjúklinga." „Niðurskurðurinn er gríðarlegur og mun hafa alvarlegri afleiðingar en margir kunna að gera sér grein fyrir," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Elsa gagnrýnir tal ráðamanna og segir þá lengi hafa haldið því fram að þjónusta verði óskert þrátt fyrir niðurskurð. „Það er engum til góðs að hafa væntingar um sömu þjónustu og áður þegar það er augljóst að svo verður ekki. Mér finnst nánast óheiðarlegt hvernig hefur verið rætt um þessi mál," segir Elsa. Faghópar heilbrigðisstarfsfólks funduðu í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Þar var rætt um forgangsröðun verkefna og öryggi sjúklinga. svavar@frettabladid.is / kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
„Ég held að það geti enginn stundað þá sjálfsblekkingu að niðurskurður af þeirri stærðargráðu sem við verðum vitni að núna ár eftir ár bitni ekki á störfum og þjónustu. Það hlýtur hann að gera, því miður, og fráleitt að halda annað," segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. Eins og kunnugt er stendur fyrir dyrum mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Heildarniðurskurðurinn verður sjö milljarðar á næstu fjárlögum. Stjórnendum Landspítalans er gert að lækka rekstrarkostnað sjúkrahússins um 7,5 prósent frá 2008, eða um 2,8 milljarða króna. Ögmundur segir niðurskurðarvinnuna þríþætta. Horft sé til samdráttar innan hverrar stofnunar fyrir sig og það greint hvar hægt er að ná sparnaði. Þá sé horft til skipulagsbreytinga og síðast til sjúkratrygginga, sérfræði- og lyfjakostnaðar. „Við erum að reyna að sjá til þess að varðveita störfin eftir því sem við frekast getum - ég hef lagt mjög ríka áherslu á að störfum láglaunafólks sé hlíft eftir því sem framast er unnt." Matthías Halldórsson landlæknir segir ljóst að þjónustan muni skerðast að einhverju leyti. „Aðalatriðið er að spilað sé á sem ábyrgastan hátt úr þeim peningum, sem eru til ráðstöfunar, þannig að það komi sem minnst niður á þjónustu við sjúklinga. Mikilvægt er að allir leggist á eitt til að svo megi verða. Ekkert bendir núna til þess að þjónustan verði óviðunandi, en maður veit það ekki fyrirfram. Þegar sparað er eins mikið og núna gera allir sér ljóst að það þarf að huga vel að öryggi sjúklinga." „Niðurskurðurinn er gríðarlegur og mun hafa alvarlegri afleiðingar en margir kunna að gera sér grein fyrir," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Elsa gagnrýnir tal ráðamanna og segir þá lengi hafa haldið því fram að þjónusta verði óskert þrátt fyrir niðurskurð. „Það er engum til góðs að hafa væntingar um sömu þjónustu og áður þegar það er augljóst að svo verður ekki. Mér finnst nánast óheiðarlegt hvernig hefur verið rætt um þessi mál," segir Elsa. Faghópar heilbrigðisstarfsfólks funduðu í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Þar var rætt um forgangsröðun verkefna og öryggi sjúklinga. svavar@frettabladid.is / kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira