Sjálfsblekking að vonast til að halda þjónustu óskertri 23. september 2009 06:30 Skorið verður niður um 2,8 milljarða til Landspítalans. „Ég held að það geti enginn stundað þá sjálfsblekkingu að niðurskurður af þeirri stærðargráðu sem við verðum vitni að núna ár eftir ár bitni ekki á störfum og þjónustu. Það hlýtur hann að gera, því miður, og fráleitt að halda annað," segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. Eins og kunnugt er stendur fyrir dyrum mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Heildarniðurskurðurinn verður sjö milljarðar á næstu fjárlögum. Stjórnendum Landspítalans er gert að lækka rekstrarkostnað sjúkrahússins um 7,5 prósent frá 2008, eða um 2,8 milljarða króna. Ögmundur segir niðurskurðarvinnuna þríþætta. Horft sé til samdráttar innan hverrar stofnunar fyrir sig og það greint hvar hægt er að ná sparnaði. Þá sé horft til skipulagsbreytinga og síðast til sjúkratrygginga, sérfræði- og lyfjakostnaðar. „Við erum að reyna að sjá til þess að varðveita störfin eftir því sem við frekast getum - ég hef lagt mjög ríka áherslu á að störfum láglaunafólks sé hlíft eftir því sem framast er unnt." Matthías Halldórsson landlæknir segir ljóst að þjónustan muni skerðast að einhverju leyti. „Aðalatriðið er að spilað sé á sem ábyrgastan hátt úr þeim peningum, sem eru til ráðstöfunar, þannig að það komi sem minnst niður á þjónustu við sjúklinga. Mikilvægt er að allir leggist á eitt til að svo megi verða. Ekkert bendir núna til þess að þjónustan verði óviðunandi, en maður veit það ekki fyrirfram. Þegar sparað er eins mikið og núna gera allir sér ljóst að það þarf að huga vel að öryggi sjúklinga." „Niðurskurðurinn er gríðarlegur og mun hafa alvarlegri afleiðingar en margir kunna að gera sér grein fyrir," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Elsa gagnrýnir tal ráðamanna og segir þá lengi hafa haldið því fram að þjónusta verði óskert þrátt fyrir niðurskurð. „Það er engum til góðs að hafa væntingar um sömu þjónustu og áður þegar það er augljóst að svo verður ekki. Mér finnst nánast óheiðarlegt hvernig hefur verið rætt um þessi mál," segir Elsa. Faghópar heilbrigðisstarfsfólks funduðu í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Þar var rætt um forgangsröðun verkefna og öryggi sjúklinga. svavar@frettabladid.is / kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
„Ég held að það geti enginn stundað þá sjálfsblekkingu að niðurskurður af þeirri stærðargráðu sem við verðum vitni að núna ár eftir ár bitni ekki á störfum og þjónustu. Það hlýtur hann að gera, því miður, og fráleitt að halda annað," segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. Eins og kunnugt er stendur fyrir dyrum mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Heildarniðurskurðurinn verður sjö milljarðar á næstu fjárlögum. Stjórnendum Landspítalans er gert að lækka rekstrarkostnað sjúkrahússins um 7,5 prósent frá 2008, eða um 2,8 milljarða króna. Ögmundur segir niðurskurðarvinnuna þríþætta. Horft sé til samdráttar innan hverrar stofnunar fyrir sig og það greint hvar hægt er að ná sparnaði. Þá sé horft til skipulagsbreytinga og síðast til sjúkratrygginga, sérfræði- og lyfjakostnaðar. „Við erum að reyna að sjá til þess að varðveita störfin eftir því sem við frekast getum - ég hef lagt mjög ríka áherslu á að störfum láglaunafólks sé hlíft eftir því sem framast er unnt." Matthías Halldórsson landlæknir segir ljóst að þjónustan muni skerðast að einhverju leyti. „Aðalatriðið er að spilað sé á sem ábyrgastan hátt úr þeim peningum, sem eru til ráðstöfunar, þannig að það komi sem minnst niður á þjónustu við sjúklinga. Mikilvægt er að allir leggist á eitt til að svo megi verða. Ekkert bendir núna til þess að þjónustan verði óviðunandi, en maður veit það ekki fyrirfram. Þegar sparað er eins mikið og núna gera allir sér ljóst að það þarf að huga vel að öryggi sjúklinga." „Niðurskurðurinn er gríðarlegur og mun hafa alvarlegri afleiðingar en margir kunna að gera sér grein fyrir," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Elsa gagnrýnir tal ráðamanna og segir þá lengi hafa haldið því fram að þjónusta verði óskert þrátt fyrir niðurskurð. „Það er engum til góðs að hafa væntingar um sömu þjónustu og áður þegar það er augljóst að svo verður ekki. Mér finnst nánast óheiðarlegt hvernig hefur verið rætt um þessi mál," segir Elsa. Faghópar heilbrigðisstarfsfólks funduðu í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Þar var rætt um forgangsröðun verkefna og öryggi sjúklinga. svavar@frettabladid.is / kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira