Innlent

Óþægilegt ef ritstjóri Morgunblaðsins var rekinn vegna skoðana sinna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson var gagnrýninn á Icesave samninginn.
Ögmundur Jónasson var gagnrýninn á Icesave samninginn.
„Ég veit það ekki. Ég óska Davíð Oddssyni og Morgunblaðinu alls góðs. En ég kem ekkert til með að vera sérstaklega sammála því blaði fremur en ég var þegar það var undir stjórn Ólafs Stephensen," sagði Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra í spjalli við Sölva Tryggvason á Skjá einum í kvöld. Sölvi spurði hann hvernig honum litist á ef það færi svo að Davíð yrði ritstjóri Morgunblaðsins.

Ögmundur sagði að sér þætti það óþægileg tilhugsun ef Ólafur Stephensen hafi verið settur af vegna sinna skoðana, til dæmis í málefnum Evrópusambandsins, þótt hann væri sjálfur ósammála Ólafi í þeim efnum.

Þá sagðist Ögmundur ekki vera viss um að ríkisstjórnin hefði lifað það af ef Icesave frumvarpið hefði fengið sömu meðferð í þingflokki VG og það fékk í þingflokki Samfylkingarinnar og frumvarpið verið samþykkt eins og það leit út fyrst þegar það leit dagsins ljós. Hann sagðist telja að þjóðin vildi ekki þann samning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×