Umfjöllun: Þróttarasigur í tilefni dagsins Ómar Þorgeirsson skrifar 5. ágúst 2009 23:30 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Þróttarar fögnuðu 1-3 sigri gegn Fjölni í botnbaráttuslag Pepsi-deildar karla í kvöld á 60 ára afmælisdegi félagsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem heimamenn í Fjölni réðu ferðinni framan af leik en gestirnir í Þrótti höfðu yfirhöndina í skrautlegum seinni hálfleik þar sem tveir Fjölnismenn fuku útaf með rautt spjald. Fjölnismenn mættu annars grimmir til leiks á Fjölnisvelli í kvöld og virkuðu líklegri til þess að skora framan af. Það dró svo til tíðinda á 17. mínútu þegar Ásgeir Aron Ásgeirsson komst upp að endamörkum eftir nett þríhyrningsspil við Tómas Leifsson og sendi fyrir markið á Jónas Grana Garðarsson sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. 1-0 fyrir Fjölni og forystan var verðskulduð. Fjölnismenn héldu áfram að pressa stíft að marki Þróttar eftir markið en inn vildi boltinn ekki. Það var því heldur svekkjandi fyrir Fjölnismenn þegar gestirnir jöfnuðu í blálok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki Hauks Páls Sigurðssonar. Staðan í hálfleik var því 1-1 og gestirnir gátu vel við unað miðað við hvenig leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik. Allt annað var hins vegar að sjá til gestanna í upphafi seinni hálfleiks og Þróttarar léku af mikilli ákveðni og höfðu trú á því sem þeir voru að gera. Gestirnir uppskáru eins og þeir sáðu á 54. mínútu þegar Samuel Malsom lék á Hrafn í marki Fjölnis og skoraði af öryggi eftir að Fjölnismenn höfðu tapað boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi. Fjölnismenn létu mótlætið eitthvað fara í taugarnar á sér og á 71. mínútu fékk Gunnar Már Guðmundsson sitt annað gula spjald fyrir glórulausa tæklingu en stuttu áður hafði hann fengið gult spjald fyrir kjaftbrúk. Lítið við rauða spjaldinu að segja en Fjölnismenn voru augljóslega svekktir út í Valgeir Valgeirsson dómara leiksins. Það liðu aðeins tvær mínútur þangað til dómarinn mundaði rauða spjaldið að nýju og það fékk Ásgeir Aron Ásgeirsson fyrir tæklingu en sá dómur verður að teljast nokkuð strangur. Eftirleikurinn var eðlilega nokkuð auðveldur hjá Þrótturum gegn níu Fjölnismönnum og varamaðurinn Andrés Vilhjálmsson innsiglaði 1-3 sigur gestanna með marki skömmu fyrir leikslok. Sigurinn kemur Þrótturum reyndar ekki upp úr botnsætinu en þeir eru nú aðeins stigi á eftir bæði Grindvíkingum og Fjölnismönnum. Spennandi fallbarátta heldur því áfram og hreint út sagt rosalegir sex stiga leikir í næstu umferð þegar Þróttur tekur á móti Grindavík á Valbjarnarvelli annars vegar og Fjölnir heimsækir ÍBV til Eyja hins vegar.Tölfræði:Fjölnir - Þróttur 1-3 1-0 Jónas Grani Garðarsson (17.) 1-1 Haukur Páll Sigurðsson (45.) 1-2 Samuel Malsom (54.) 1-3 Andrés Vilhjálmsson (88.) Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni (71.), Ásgeir Aron Ásgeirsson, Fjölni (73.). Fjölnisvöllur, áhorfendur 931 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 11-8 (3-5) Varin skot: Hrafn 2 - Sindri Snær 2 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-17 Rangstöður: 2-2Fjölnir (3-5-2) Hrafn Davíðsson 5 Ásgeir Aron Ásgeirsson 5 Marinko Skaricic 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Illugi Þór Gunnarsson 6 (88., Ragnar Heimir Gunnarsson -) Gunnar Már Guðmundsson 3 Andri Steinn Birgisson 6 Tómas Leifsson 6 (88., Kristinn Freyr Sigurðsson -) Magnús Ingi Einarsson 5 Jónas Grani Garðarsson 6 Andri Valur Ívarsson 5 (64., Ágúst Þór Ágústsson 5)Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Dennis Danry 7 Dusan Ivkovic 7 Runólfur Sigmundsson 6 Morten Smidt 4 (74., Andrés Vilhjálmsson -) Oddur Ingi Guðmundsson 6*Haukur Páll Sigurðsson 8 - maður leiksins Kristján Ómar Björnsson 7 Milos Tanasic 3 (46., Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7) Samuel Malson 6 (82., Birkir Pálsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Þróttur Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Þróttarar fögnuðu 1-3 sigri gegn Fjölni í botnbaráttuslag Pepsi-deildar karla í kvöld á 60 ára afmælisdegi félagsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem heimamenn í Fjölni réðu ferðinni framan af leik en gestirnir í Þrótti höfðu yfirhöndina í skrautlegum seinni hálfleik þar sem tveir Fjölnismenn fuku útaf með rautt spjald. Fjölnismenn mættu annars grimmir til leiks á Fjölnisvelli í kvöld og virkuðu líklegri til þess að skora framan af. Það dró svo til tíðinda á 17. mínútu þegar Ásgeir Aron Ásgeirsson komst upp að endamörkum eftir nett þríhyrningsspil við Tómas Leifsson og sendi fyrir markið á Jónas Grana Garðarsson sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. 1-0 fyrir Fjölni og forystan var verðskulduð. Fjölnismenn héldu áfram að pressa stíft að marki Þróttar eftir markið en inn vildi boltinn ekki. Það var því heldur svekkjandi fyrir Fjölnismenn þegar gestirnir jöfnuðu í blálok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki Hauks Páls Sigurðssonar. Staðan í hálfleik var því 1-1 og gestirnir gátu vel við unað miðað við hvenig leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik. Allt annað var hins vegar að sjá til gestanna í upphafi seinni hálfleiks og Þróttarar léku af mikilli ákveðni og höfðu trú á því sem þeir voru að gera. Gestirnir uppskáru eins og þeir sáðu á 54. mínútu þegar Samuel Malsom lék á Hrafn í marki Fjölnis og skoraði af öryggi eftir að Fjölnismenn höfðu tapað boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi. Fjölnismenn létu mótlætið eitthvað fara í taugarnar á sér og á 71. mínútu fékk Gunnar Már Guðmundsson sitt annað gula spjald fyrir glórulausa tæklingu en stuttu áður hafði hann fengið gult spjald fyrir kjaftbrúk. Lítið við rauða spjaldinu að segja en Fjölnismenn voru augljóslega svekktir út í Valgeir Valgeirsson dómara leiksins. Það liðu aðeins tvær mínútur þangað til dómarinn mundaði rauða spjaldið að nýju og það fékk Ásgeir Aron Ásgeirsson fyrir tæklingu en sá dómur verður að teljast nokkuð strangur. Eftirleikurinn var eðlilega nokkuð auðveldur hjá Þrótturum gegn níu Fjölnismönnum og varamaðurinn Andrés Vilhjálmsson innsiglaði 1-3 sigur gestanna með marki skömmu fyrir leikslok. Sigurinn kemur Þrótturum reyndar ekki upp úr botnsætinu en þeir eru nú aðeins stigi á eftir bæði Grindvíkingum og Fjölnismönnum. Spennandi fallbarátta heldur því áfram og hreint út sagt rosalegir sex stiga leikir í næstu umferð þegar Þróttur tekur á móti Grindavík á Valbjarnarvelli annars vegar og Fjölnir heimsækir ÍBV til Eyja hins vegar.Tölfræði:Fjölnir - Þróttur 1-3 1-0 Jónas Grani Garðarsson (17.) 1-1 Haukur Páll Sigurðsson (45.) 1-2 Samuel Malsom (54.) 1-3 Andrés Vilhjálmsson (88.) Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni (71.), Ásgeir Aron Ásgeirsson, Fjölni (73.). Fjölnisvöllur, áhorfendur 931 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 11-8 (3-5) Varin skot: Hrafn 2 - Sindri Snær 2 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-17 Rangstöður: 2-2Fjölnir (3-5-2) Hrafn Davíðsson 5 Ásgeir Aron Ásgeirsson 5 Marinko Skaricic 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Illugi Þór Gunnarsson 6 (88., Ragnar Heimir Gunnarsson -) Gunnar Már Guðmundsson 3 Andri Steinn Birgisson 6 Tómas Leifsson 6 (88., Kristinn Freyr Sigurðsson -) Magnús Ingi Einarsson 5 Jónas Grani Garðarsson 6 Andri Valur Ívarsson 5 (64., Ágúst Þór Ágústsson 5)Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Dennis Danry 7 Dusan Ivkovic 7 Runólfur Sigmundsson 6 Morten Smidt 4 (74., Andrés Vilhjálmsson -) Oddur Ingi Guðmundsson 6*Haukur Páll Sigurðsson 8 - maður leiksins Kristján Ómar Björnsson 7 Milos Tanasic 3 (46., Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7) Samuel Malson 6 (82., Birkir Pálsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Þróttur Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira