Umfjöllun: Þróttarasigur í tilefni dagsins Ómar Þorgeirsson skrifar 5. ágúst 2009 23:30 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Þróttarar fögnuðu 1-3 sigri gegn Fjölni í botnbaráttuslag Pepsi-deildar karla í kvöld á 60 ára afmælisdegi félagsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem heimamenn í Fjölni réðu ferðinni framan af leik en gestirnir í Þrótti höfðu yfirhöndina í skrautlegum seinni hálfleik þar sem tveir Fjölnismenn fuku útaf með rautt spjald. Fjölnismenn mættu annars grimmir til leiks á Fjölnisvelli í kvöld og virkuðu líklegri til þess að skora framan af. Það dró svo til tíðinda á 17. mínútu þegar Ásgeir Aron Ásgeirsson komst upp að endamörkum eftir nett þríhyrningsspil við Tómas Leifsson og sendi fyrir markið á Jónas Grana Garðarsson sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. 1-0 fyrir Fjölni og forystan var verðskulduð. Fjölnismenn héldu áfram að pressa stíft að marki Þróttar eftir markið en inn vildi boltinn ekki. Það var því heldur svekkjandi fyrir Fjölnismenn þegar gestirnir jöfnuðu í blálok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki Hauks Páls Sigurðssonar. Staðan í hálfleik var því 1-1 og gestirnir gátu vel við unað miðað við hvenig leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik. Allt annað var hins vegar að sjá til gestanna í upphafi seinni hálfleiks og Þróttarar léku af mikilli ákveðni og höfðu trú á því sem þeir voru að gera. Gestirnir uppskáru eins og þeir sáðu á 54. mínútu þegar Samuel Malsom lék á Hrafn í marki Fjölnis og skoraði af öryggi eftir að Fjölnismenn höfðu tapað boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi. Fjölnismenn létu mótlætið eitthvað fara í taugarnar á sér og á 71. mínútu fékk Gunnar Már Guðmundsson sitt annað gula spjald fyrir glórulausa tæklingu en stuttu áður hafði hann fengið gult spjald fyrir kjaftbrúk. Lítið við rauða spjaldinu að segja en Fjölnismenn voru augljóslega svekktir út í Valgeir Valgeirsson dómara leiksins. Það liðu aðeins tvær mínútur þangað til dómarinn mundaði rauða spjaldið að nýju og það fékk Ásgeir Aron Ásgeirsson fyrir tæklingu en sá dómur verður að teljast nokkuð strangur. Eftirleikurinn var eðlilega nokkuð auðveldur hjá Þrótturum gegn níu Fjölnismönnum og varamaðurinn Andrés Vilhjálmsson innsiglaði 1-3 sigur gestanna með marki skömmu fyrir leikslok. Sigurinn kemur Þrótturum reyndar ekki upp úr botnsætinu en þeir eru nú aðeins stigi á eftir bæði Grindvíkingum og Fjölnismönnum. Spennandi fallbarátta heldur því áfram og hreint út sagt rosalegir sex stiga leikir í næstu umferð þegar Þróttur tekur á móti Grindavík á Valbjarnarvelli annars vegar og Fjölnir heimsækir ÍBV til Eyja hins vegar.Tölfræði:Fjölnir - Þróttur 1-3 1-0 Jónas Grani Garðarsson (17.) 1-1 Haukur Páll Sigurðsson (45.) 1-2 Samuel Malsom (54.) 1-3 Andrés Vilhjálmsson (88.) Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni (71.), Ásgeir Aron Ásgeirsson, Fjölni (73.). Fjölnisvöllur, áhorfendur 931 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 11-8 (3-5) Varin skot: Hrafn 2 - Sindri Snær 2 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-17 Rangstöður: 2-2Fjölnir (3-5-2) Hrafn Davíðsson 5 Ásgeir Aron Ásgeirsson 5 Marinko Skaricic 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Illugi Þór Gunnarsson 6 (88., Ragnar Heimir Gunnarsson -) Gunnar Már Guðmundsson 3 Andri Steinn Birgisson 6 Tómas Leifsson 6 (88., Kristinn Freyr Sigurðsson -) Magnús Ingi Einarsson 5 Jónas Grani Garðarsson 6 Andri Valur Ívarsson 5 (64., Ágúst Þór Ágústsson 5)Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Dennis Danry 7 Dusan Ivkovic 7 Runólfur Sigmundsson 6 Morten Smidt 4 (74., Andrés Vilhjálmsson -) Oddur Ingi Guðmundsson 6*Haukur Páll Sigurðsson 8 - maður leiksins Kristján Ómar Björnsson 7 Milos Tanasic 3 (46., Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7) Samuel Malson 6 (82., Birkir Pálsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Þróttur Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Þróttarar fögnuðu 1-3 sigri gegn Fjölni í botnbaráttuslag Pepsi-deildar karla í kvöld á 60 ára afmælisdegi félagsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem heimamenn í Fjölni réðu ferðinni framan af leik en gestirnir í Þrótti höfðu yfirhöndina í skrautlegum seinni hálfleik þar sem tveir Fjölnismenn fuku útaf með rautt spjald. Fjölnismenn mættu annars grimmir til leiks á Fjölnisvelli í kvöld og virkuðu líklegri til þess að skora framan af. Það dró svo til tíðinda á 17. mínútu þegar Ásgeir Aron Ásgeirsson komst upp að endamörkum eftir nett þríhyrningsspil við Tómas Leifsson og sendi fyrir markið á Jónas Grana Garðarsson sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. 1-0 fyrir Fjölni og forystan var verðskulduð. Fjölnismenn héldu áfram að pressa stíft að marki Þróttar eftir markið en inn vildi boltinn ekki. Það var því heldur svekkjandi fyrir Fjölnismenn þegar gestirnir jöfnuðu í blálok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki Hauks Páls Sigurðssonar. Staðan í hálfleik var því 1-1 og gestirnir gátu vel við unað miðað við hvenig leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik. Allt annað var hins vegar að sjá til gestanna í upphafi seinni hálfleiks og Þróttarar léku af mikilli ákveðni og höfðu trú á því sem þeir voru að gera. Gestirnir uppskáru eins og þeir sáðu á 54. mínútu þegar Samuel Malsom lék á Hrafn í marki Fjölnis og skoraði af öryggi eftir að Fjölnismenn höfðu tapað boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi. Fjölnismenn létu mótlætið eitthvað fara í taugarnar á sér og á 71. mínútu fékk Gunnar Már Guðmundsson sitt annað gula spjald fyrir glórulausa tæklingu en stuttu áður hafði hann fengið gult spjald fyrir kjaftbrúk. Lítið við rauða spjaldinu að segja en Fjölnismenn voru augljóslega svekktir út í Valgeir Valgeirsson dómara leiksins. Það liðu aðeins tvær mínútur þangað til dómarinn mundaði rauða spjaldið að nýju og það fékk Ásgeir Aron Ásgeirsson fyrir tæklingu en sá dómur verður að teljast nokkuð strangur. Eftirleikurinn var eðlilega nokkuð auðveldur hjá Þrótturum gegn níu Fjölnismönnum og varamaðurinn Andrés Vilhjálmsson innsiglaði 1-3 sigur gestanna með marki skömmu fyrir leikslok. Sigurinn kemur Þrótturum reyndar ekki upp úr botnsætinu en þeir eru nú aðeins stigi á eftir bæði Grindvíkingum og Fjölnismönnum. Spennandi fallbarátta heldur því áfram og hreint út sagt rosalegir sex stiga leikir í næstu umferð þegar Þróttur tekur á móti Grindavík á Valbjarnarvelli annars vegar og Fjölnir heimsækir ÍBV til Eyja hins vegar.Tölfræði:Fjölnir - Þróttur 1-3 1-0 Jónas Grani Garðarsson (17.) 1-1 Haukur Páll Sigurðsson (45.) 1-2 Samuel Malsom (54.) 1-3 Andrés Vilhjálmsson (88.) Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni (71.), Ásgeir Aron Ásgeirsson, Fjölni (73.). Fjölnisvöllur, áhorfendur 931 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 11-8 (3-5) Varin skot: Hrafn 2 - Sindri Snær 2 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-17 Rangstöður: 2-2Fjölnir (3-5-2) Hrafn Davíðsson 5 Ásgeir Aron Ásgeirsson 5 Marinko Skaricic 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Illugi Þór Gunnarsson 6 (88., Ragnar Heimir Gunnarsson -) Gunnar Már Guðmundsson 3 Andri Steinn Birgisson 6 Tómas Leifsson 6 (88., Kristinn Freyr Sigurðsson -) Magnús Ingi Einarsson 5 Jónas Grani Garðarsson 6 Andri Valur Ívarsson 5 (64., Ágúst Þór Ágústsson 5)Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Dennis Danry 7 Dusan Ivkovic 7 Runólfur Sigmundsson 6 Morten Smidt 4 (74., Andrés Vilhjálmsson -) Oddur Ingi Guðmundsson 6*Haukur Páll Sigurðsson 8 - maður leiksins Kristján Ómar Björnsson 7 Milos Tanasic 3 (46., Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7) Samuel Malson 6 (82., Birkir Pálsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Þróttur Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti