Innlent

Hvalirnir orðnir 15 þúsund alls

Sjö dýr komu á land haustið 2006 og vakti það óskipta athygli. fréttablaðið/gva
Sjö dýr komu á land haustið 2006 og vakti það óskipta athygli. fréttablaðið/gva
Skip Hvals hf. hafa komið með 117 langreyðar af þeim 150 sem leyfilegt er að veiða á þessari vertíð. Hvalur 9 og Hvalur 8 komu með fjögur dýr á sunnudaginn var að Hvalstöðinni í Hvalfirði sem náði þá sögulegum áfanga.

Þá kom á land fimmtán þúsundasti hvalurinn sem veiðst hefur á skipum Hvals hf. síðan fyrirtækið var stofnað árið 1947 en fyrsti hvalurinn kom á land 1948. Fyrirtækið stundaði hvalveiðar til ársins 1989 en þá tók við hvalveiðibann sem stóð í tæp tuttugu ár.

- shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×