Vinnumarkaður ósáttur við hægagang 22. september 2009 06:00 Ósvikin gleði braust út þegar samningar náðust um stöðugleikasáttmálann og þeir sem skrifuðu undir hann voru þess fullvissir að með honum væri stigið skref til endurreisnar íslensks efnahagslífs. Enn eru vonir bundnar við sáttmálann þótt hægar hafi gengið að uppfylla ákvæði hans en fyrirhugað var.fréttablaðið/pjetur Verkalýðshreyfingunni þykir vinna við stöðugleikasáttmálann ganga heldur hægt. Hluti þeirra aðgerða sem þegar eiga að hafa litið dagsins ljós er á eftir áætlun. Hinn 1. nóvember á stórum áföngum að vera náð. Samráð hefur aukist og munu aðilar funda á morgun. Forsætisráðherra undirritaði stöðugleikasáttmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar 25. júní. Viðsemjendur voru fulltrúar nánast allra vinnandi manna í landinu; Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, BSRB og Kennarasambands Íslands, auk Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra fjármálafyrirtækja. Sáttmálinn var tilraun til samstöðu um endurreisn efnahagslífsins og þegar kampakátir fulltrúar skrifuðu undir hann í Þjóðmenningarhúsinu ríkti mikil bjartsýni. Viðræðurnar höfðu þó ekki gengið þrautalaust fyrir sig; fulltrúar ríkisstarfsmanna deildu við hinn almenna vinnumarkað um hvort ætti að setja hámark á niðurskurð hjá hinu opinbera og hvert það ætti að vera. Svo virtist sem ætlaði að slitna upp úr viðræðum, en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallaði samningsaðila á fund í Stjórnarráðinu og þaðan gengu menn sáttir út. Niðurstaðan varð sú að skattar verði lækkandi hlutfall aðlögunaraðgerðanna eftir yfirstandandi ár. Samtals yrðu þeir ekki hærri en 45 prósent þeirra fyrir árin 2009 til 2011. Það þýðir að niðurskurður hjá hinu opinbera mun nema 55 prósentum. Metnaðarfull áætlunStöðugleikasáttmálanum er ætlað að vera rammi utan um hvernig atvinnu- og efnahagslíf landsins er endurreist. Hann er í fjórtán liðum og tekur á öllu frá kjarasamningum og skuldsettum heimilum til endurreisnar banka og afnámi gjaldeyrishamla. Sáttmálinn er ekki bara háleit markmið sett í mikilfenglega frasa líkt og velferðarbrú og skjaldborg um heimilin. Í honum er að finna dagsetningar um hvenær ákveðnum áföngum á að vera náð. Fyrst er að telja samninga á opinberum vinnumarkaði sem ganga átti frá svo fljótt sem auðið væri að lokinni undirskrift. Það var gert og samið á svipuðum nótum og á almennum vinnumarkaði. Samið við lífeyrissjóðiTil þess að stuðla að aukinni atvinnu skuldbatt ríkisstjórnin sig til að semja við lífeyrissjóði um að þeir fjármögnuðu stórar framkvæmdir, samkvæmt minnisblaði vegna verklegra framkvæmda frá júní. Í því eru að mestu tiltekin orkutengd verkefni; álver á Bakka, gagnaver á Norður- og Suðurlandi, koltrefjaverksmiðja og fleira. Stefnt var að því að þessum viðræðum yrði lokið fyrir 1. september, en þeim er ekki lokið enn. Þær töfðust í sumar, en hófust aftur nú í september. Þá ætlar ríkisstjórnin að greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda; svo sem vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Þá verði undirbúningsvinnu hraðað vegna áforma er tengjast meðalstórum iðnaðarkostum, svo sem gagnaverum og kísilflöguframleiðslu. Eftir 1. nóvember eiga engar hindranir að vera í veginum af hálfu stjórnvalda hvað þessar framkvæmdir varðar. Stóri dagurinnSegja má að 1. nóvember verði stóri dagurinn í sögu stöðugleikasáttmálans. Þá á ýmsum verkefnum að vera lokið; eða kappkostað að svo verði. Endurskipulagningu á eignarhaldi bankanna á að vera lokið þá, og leitast á við að aflétta hömlum á nýrri fjárfestingu fyrir þann dag. Raunar átti að leggja fram áætlun fyrir 1. ágúst um hvernig gjaldeyrishömlum verður aflétt. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu á það ríka áherslu að hægt yrði að lækka stýrivexti Seðlabankans. Í sáttmálanum segir að þeir treysti því að með honum skapist forsendur fyrir því að lækka vextina í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember. Stýrivextir eru nú 12 prósent og næsti vaxtaákvörðunardagur er á fimmtudaginn. Skuldsett heimiliÞá var í sáttmálanum sérstaklega kveðið á um að bæta stöðu skuldsettra heimila. Hraða átti vinnu ráðherranefndar og gera tillögur í samráði við aðila vinnumarkaðarins um viðbótarúrræði ef þörf kræfi. Nefndin er enn að störfum og sumum verkalýðsforkólfum hefur þótt skorta á samráðið. Það horfir þó til bóta. Á miðvikudaginn munu fulltrúar hitta fjóra ráðherra; forsætis-, fjármála-, iðnaðar- og félagsmálaráðherra. Ljóst er að fjárlögin verða þar til umræðu, enda forsenda þeirra aðgerða sem grípa þarf til samkvæmt sáttmálanum. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur haft í nógu að snúast í sumar út af Icesave-málinu. Viðmælendur Fréttablaðsins sýndu því flestir skilning þótt þeir hafi ítrekað að nú þyrfti að halda vel á málum. Stöðugleikasáttmálinn hefði ekki verið puntplagg og skilyrði hans þyrfti að uppfylla. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
Verkalýðshreyfingunni þykir vinna við stöðugleikasáttmálann ganga heldur hægt. Hluti þeirra aðgerða sem þegar eiga að hafa litið dagsins ljós er á eftir áætlun. Hinn 1. nóvember á stórum áföngum að vera náð. Samráð hefur aukist og munu aðilar funda á morgun. Forsætisráðherra undirritaði stöðugleikasáttmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar 25. júní. Viðsemjendur voru fulltrúar nánast allra vinnandi manna í landinu; Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, BSRB og Kennarasambands Íslands, auk Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra fjármálafyrirtækja. Sáttmálinn var tilraun til samstöðu um endurreisn efnahagslífsins og þegar kampakátir fulltrúar skrifuðu undir hann í Þjóðmenningarhúsinu ríkti mikil bjartsýni. Viðræðurnar höfðu þó ekki gengið þrautalaust fyrir sig; fulltrúar ríkisstarfsmanna deildu við hinn almenna vinnumarkað um hvort ætti að setja hámark á niðurskurð hjá hinu opinbera og hvert það ætti að vera. Svo virtist sem ætlaði að slitna upp úr viðræðum, en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallaði samningsaðila á fund í Stjórnarráðinu og þaðan gengu menn sáttir út. Niðurstaðan varð sú að skattar verði lækkandi hlutfall aðlögunaraðgerðanna eftir yfirstandandi ár. Samtals yrðu þeir ekki hærri en 45 prósent þeirra fyrir árin 2009 til 2011. Það þýðir að niðurskurður hjá hinu opinbera mun nema 55 prósentum. Metnaðarfull áætlunStöðugleikasáttmálanum er ætlað að vera rammi utan um hvernig atvinnu- og efnahagslíf landsins er endurreist. Hann er í fjórtán liðum og tekur á öllu frá kjarasamningum og skuldsettum heimilum til endurreisnar banka og afnámi gjaldeyrishamla. Sáttmálinn er ekki bara háleit markmið sett í mikilfenglega frasa líkt og velferðarbrú og skjaldborg um heimilin. Í honum er að finna dagsetningar um hvenær ákveðnum áföngum á að vera náð. Fyrst er að telja samninga á opinberum vinnumarkaði sem ganga átti frá svo fljótt sem auðið væri að lokinni undirskrift. Það var gert og samið á svipuðum nótum og á almennum vinnumarkaði. Samið við lífeyrissjóðiTil þess að stuðla að aukinni atvinnu skuldbatt ríkisstjórnin sig til að semja við lífeyrissjóði um að þeir fjármögnuðu stórar framkvæmdir, samkvæmt minnisblaði vegna verklegra framkvæmda frá júní. Í því eru að mestu tiltekin orkutengd verkefni; álver á Bakka, gagnaver á Norður- og Suðurlandi, koltrefjaverksmiðja og fleira. Stefnt var að því að þessum viðræðum yrði lokið fyrir 1. september, en þeim er ekki lokið enn. Þær töfðust í sumar, en hófust aftur nú í september. Þá ætlar ríkisstjórnin að greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda; svo sem vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Þá verði undirbúningsvinnu hraðað vegna áforma er tengjast meðalstórum iðnaðarkostum, svo sem gagnaverum og kísilflöguframleiðslu. Eftir 1. nóvember eiga engar hindranir að vera í veginum af hálfu stjórnvalda hvað þessar framkvæmdir varðar. Stóri dagurinnSegja má að 1. nóvember verði stóri dagurinn í sögu stöðugleikasáttmálans. Þá á ýmsum verkefnum að vera lokið; eða kappkostað að svo verði. Endurskipulagningu á eignarhaldi bankanna á að vera lokið þá, og leitast á við að aflétta hömlum á nýrri fjárfestingu fyrir þann dag. Raunar átti að leggja fram áætlun fyrir 1. ágúst um hvernig gjaldeyrishömlum verður aflétt. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu á það ríka áherslu að hægt yrði að lækka stýrivexti Seðlabankans. Í sáttmálanum segir að þeir treysti því að með honum skapist forsendur fyrir því að lækka vextina í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember. Stýrivextir eru nú 12 prósent og næsti vaxtaákvörðunardagur er á fimmtudaginn. Skuldsett heimiliÞá var í sáttmálanum sérstaklega kveðið á um að bæta stöðu skuldsettra heimila. Hraða átti vinnu ráðherranefndar og gera tillögur í samráði við aðila vinnumarkaðarins um viðbótarúrræði ef þörf kræfi. Nefndin er enn að störfum og sumum verkalýðsforkólfum hefur þótt skorta á samráðið. Það horfir þó til bóta. Á miðvikudaginn munu fulltrúar hitta fjóra ráðherra; forsætis-, fjármála-, iðnaðar- og félagsmálaráðherra. Ljóst er að fjárlögin verða þar til umræðu, enda forsenda þeirra aðgerða sem grípa þarf til samkvæmt sáttmálanum. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur haft í nógu að snúast í sumar út af Icesave-málinu. Viðmælendur Fréttablaðsins sýndu því flestir skilning þótt þeir hafi ítrekað að nú þyrfti að halda vel á málum. Stöðugleikasáttmálinn hefði ekki verið puntplagg og skilyrði hans þyrfti að uppfylla.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira