Fótbolti

Crouch og Agbonlahor byrja í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands. Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur ákveðið að þeir Gabriel Agbonlahor og Peter Crouch verði í fremstu víglínu liðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2010 í kvöld.

Wayne Rooney og Steven Gerrard eru báðir frá vegna meiðsla. Þetta verður fyrsti keppnisleikur Agbonlahor í byrjunarliði enska landsliðsins.

Capello sagði að hann vildi nota tækifærið til að prófa aðrar leikaðferðir þar sem England hefur þegar tryggt sér sæti á HM á næsta ári.

„Við spiluðum alla leiki okkar í undankeppninni nánast eftir sama leikskipulagi," sagði Capello við enska fjölmiðla. „Við höfum stundum breytt því í vináttuleikjum. En við þurfum að æfa okkur í öðru leikfyrirkomulagi. Ég vil fá að skoða suma leikmenn í breyttum stöðum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×