Nadal í úrslit eftir maraþonviðureign Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2009 14:09 Rafael Nadal fagnar stigi í viðureigninni í dag. Nordic Photos / AFP Spánverjarnir Rafael Nadal og Fernando Verdasco mættust í einni eftirminnilegustu viðureign í undaúrslitum í stórmóti á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. Skemmst er frá því að segja að Nadal bar sigur úr býtum eftir sannkallaða maraþonviðureign sem stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Þessi viðureign var allt í senn æsispennandi og stórskemmtileg en á endanum var það Nadal sem vann en hann er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins. Nadal vann 6-7, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-4. Fernando Verdasco vakti fyrst athygli á mótinu er hann lagði Bretann Andy Murray í 16-manna úrslitum og hann fylgdi því eftir með sigri á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitunum. Tsonga komst í úrslit mótsins í fyrra. Fyrir viðureignina í dag hafði Nadal ekki tapað setti í öllu mótinu en Verdasco gerði sér lítið og vann fyrstu viðureignina í oddalotu, 7-6 (7-4). Nadal svaraði með því að vinna uppgjöf af Verdasco í stöðunni 5-4 í öðru setti og þar með 6-4. Þriðja sett var æsispennandi þar sem báðir aðilar unnu uppgjafalotur hvor af öðrum en hana þurfti einnig að útkljá í oddasetti. Þar vann Nadal með sjö stigum gegn tveimur. Fjórða settið var í járnum þar til í oddasettinu er Verdasco vann fyrstu sex stigin í oddasettinu og samtals 7-1. Þegar fimmta settið hófst var vel liðið á fimmta klukkutíma viðureignarinnar en báðir keppendur gáfu ekkert eftir. En líkt og í öðru setti náði Nadal að vinna uppgjafarlotu af Verdasco í stöðunni 5-4 og vann þar með ótrúlegan sigur. Verdasco gat þó á endanum sjálfum sér um kennt þar sem hann mistókst í tvígang að gefa löglega uppgjöf en það reyndist úrslitastig viðureignarinnar. Verdasco var síst lakari aðilinn í viðureigninni en gerði einfaldlega of mikið af óþvinguðum mistökum sem dugar ekki gegn besta tenniskappa heims. Nadal mætir á sunnudaginn Roger Federer frá Sviss í úrslitaviðureigninni. Erlendar Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira
Spánverjarnir Rafael Nadal og Fernando Verdasco mættust í einni eftirminnilegustu viðureign í undaúrslitum í stórmóti á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. Skemmst er frá því að segja að Nadal bar sigur úr býtum eftir sannkallaða maraþonviðureign sem stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Þessi viðureign var allt í senn æsispennandi og stórskemmtileg en á endanum var það Nadal sem vann en hann er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins. Nadal vann 6-7, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-4. Fernando Verdasco vakti fyrst athygli á mótinu er hann lagði Bretann Andy Murray í 16-manna úrslitum og hann fylgdi því eftir með sigri á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitunum. Tsonga komst í úrslit mótsins í fyrra. Fyrir viðureignina í dag hafði Nadal ekki tapað setti í öllu mótinu en Verdasco gerði sér lítið og vann fyrstu viðureignina í oddalotu, 7-6 (7-4). Nadal svaraði með því að vinna uppgjöf af Verdasco í stöðunni 5-4 í öðru setti og þar með 6-4. Þriðja sett var æsispennandi þar sem báðir aðilar unnu uppgjafalotur hvor af öðrum en hana þurfti einnig að útkljá í oddasetti. Þar vann Nadal með sjö stigum gegn tveimur. Fjórða settið var í járnum þar til í oddasettinu er Verdasco vann fyrstu sex stigin í oddasettinu og samtals 7-1. Þegar fimmta settið hófst var vel liðið á fimmta klukkutíma viðureignarinnar en báðir keppendur gáfu ekkert eftir. En líkt og í öðru setti náði Nadal að vinna uppgjafarlotu af Verdasco í stöðunni 5-4 og vann þar með ótrúlegan sigur. Verdasco gat þó á endanum sjálfum sér um kennt þar sem hann mistókst í tvígang að gefa löglega uppgjöf en það reyndist úrslitastig viðureignarinnar. Verdasco var síst lakari aðilinn í viðureigninni en gerði einfaldlega of mikið af óþvinguðum mistökum sem dugar ekki gegn besta tenniskappa heims. Nadal mætir á sunnudaginn Roger Federer frá Sviss í úrslitaviðureigninni.
Erlendar Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira