Enski boltinn

Pulis: Leikmenn eiga hrós skilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Stoke kampakátir á leiknum í dag.
Stuðningsmenn Stoke kampakátir á leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Tony Pulis bar mikið lof á leikmenn sína eftir að Stoke tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni með 2-1 sigri á Hull.

„Þetta hefur verið langt tímabil og mér fannst strákarnir eiga þetta skilið," sagði Pulis eftir leikinn.

„Okkur tókst að halda okkur uppi og ber að gefa leikmönnum mínum það lof sem þeir eiga skilið."

Margir áttu von á því að Stoke myndi eiga erfitt uppdráttar á tímabilinu en Pulis og hans menn sýndu að það býr heilmikið í liðinu.

„Strákarnir hafa verið mjög duglegir og lagt mikið á sig. Við höfum þurft að berjast fyrir hverju einasta stigi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×