Enski boltinn

Hiddink: Verður erfitt að kveðja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guud Hiddink, stjóri Chelsea.
Guud Hiddink, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Guud Hiddink á von á því að það verði erfitt að kveðja Chelsea í lok tímabilsins. Þá fer hann aftur til Moskvu til að stýra rússneska landsliðinu.

„Ég elska að starfa hjá þessu félagi. Án þess að ég sé að verja framkomu leikmanna eftir leikinn gegn Barcelona sýndi það að það ríkir mikill vilji og karakter í þessu liði," sagði Hiddink.

Chelsea féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu nú í vikunni eins og frægt er. Leikmenn Chelsea gengu nánast af göflunum eftir leik þar sem þeir mótmæltu frammistöðu dómara leiksins.

„Ég hef notið þess að vinna með þessu liði. Leikmennirnir hér eru ekki bara að njóta góða lífsins með tærnar upp í loft. Þeir vilja allir standa sig. Það gerir mitt starf mjög skemmtilegt og fyrir vikið verður erfitt að fara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×