Enski boltinn

Raul útilokar að fara til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raul í leik með Real Madrid.
Raul í leik með Real Madrid. Nordic Photos / Getty Images
Raul, leikmaður Real Madrid, hefur útilokað að hann fari til Manchester City í sumar en hann var orðaður við félagið í fjölmiðlum í vikunni.

Sjálfur gerði Mark Hughes, stjóri City, lítið úr þessum fregnum í gær en nú hefur Raul sjálfur sagt að af þessu verði ekki.

Hann staðfesti þó að félagið hafi sett sig í samband við umboðsmann sinn.

„Ég hef þó ekki velt þessu fyrir mér þar sem ég ætla ekki að fara héðan," sagði Raul í samtali við spænska fjölmiðla.

„Ég er ákveðinn í að ljúka mínum ferli hjá Real Madrid. Það er enn mitt félag og á ég enn mörgum ólokið hér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×