Enski boltinn

Jói Kalli og Brynjar Björn byrja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson í leik með Reading.
Brynjar Björn Gunnarsson í leik með Reading. Mynd/Arnþór
Jóhannes Karl Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliðum sinna liða sem mætast í undanúrslitum í umspili í ensku B-deildinni.

Brynjar Björn er í liði Reading sem varð í fjórða sæti ensku B-deildarinnar í vor en Jóhannes Karl leikur með Burnley sem varð í fimmta sæti.

Ívar Ingimarsson, leikmaður Reading, er enn frá vegna meiðsla. Brynjar Björn hefur einnig verið meiddur og er þetta hans fyrsti leikur í byrjunarliði Reading í tæpa tvo mánuði.

Leikurinn fer fram á heimavelli Reading og hefst klukkan 16.20. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Sheffield United og Preston eigast við í hinni undanúrslitarimmunni og gerðu liðin 1-1 jafntefli í gærkvöldi í fyrri viðureign liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×