Styttri fæðingarorlof eða lægri greiðslur 29. nóvember 2009 19:04 Verðandi foreldrar munu standa frammi því vali að stytta fæðingarorlof sitt um mánuð eða þiggja sautján prósenta lægri greiðslu frá fæðingarorlofssjóði. Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði verða skertar um 1200 milljónir á næsta ári. Fyrir fáeinum dögum stóð til að gera þ að með því að lækka hámarksgreiðslur til foreldra úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund og að greiðslurnar yrðu aldrei hærri en 75 prósent af launum yfir 200 þúsundum. Frá þessum áformum hefur verið horfið. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um mánuð. Þennan eina mánuð getur foreldri nýtt sér þegar barnið er tveggja eða þriggja ára. Yrði þá foreldraorlof sem þyrfti að taka í samráði við vinnuveitanda. Hugnist foreldrum ekki sú leið stendur þeim til boða að taka fullt orlof en greiðslur úr fæðingarorlofssjóði munu þó skerðast um einn mánuð. Þessi eini mánuður verður tekinn af þeim þremur mánuðum sem foreldrar eiga nú sameiginlega. 17% lægri greiðslur Tökum dæmi af einstæðri móður sem fær 250 þúsund krónur úr fæðingarorlofssjóði. Þetta þýðir að hún getur valið á milli þess að vera fimm mánuði með nýfæddu barni sínu eða taka fulla sex mánuði, þar sem greiðslurnar eru 17% lægri en gildandi lög kveða á um. „Málið er það ef þessi kona er tekjulág þá tekur hún ákvörðun og velur sex mánuði. Hennar fæðingarorlof skerðist tiltillögu lítið því hún er það tekjulág því verið að verja þann hóp. Sé hún aftur á móti í þeim aðstæðum að hún geti fundið aðrar leiðir út úr þessu og velja að fresta einum mánuði þá velur hún það," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félags- tryggingamálanefndar Alþingis. Mynd/GVA Illa ígrundaðar tillögur Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndirnar illa ígrundaðar, ekki sé horft til barnanna sjálfra né aukinn kostnað sveitarfélaga, sem þurfi væntanlega að greiða meira í niðurgreiðslu til dagmæðra. Einhver þarf jú að sinna blessuðum börnunum. „Mér finnst í rauninni makalaust hvernig ríkisstjórnin er að fara inn í fæðingarorlofið. Þessi ríkisstjórn sem færði jafnréttismálin inn í forsætisráðuneytið til að undirstrika mikilvægi jafnréttismála en síðan er það eina sem henni dettur í hug í niðurskurði er að fara inn í fæðingarorlofssjóðinn í þriðja sinn," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sá sér ekki fært að veita viðtal vegna málsins en þau skilaboð bárust frá henni að búið væri að taka þá ákvörðun að vinna eftir þeim hugmyndum að stytta fæðingarorlof og vinna við frumvarp þess efnis hefjist á allra næstu dögum. Tengdar fréttir Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Verðandi foreldrar munu standa frammi því vali að stytta fæðingarorlof sitt um mánuð eða þiggja sautján prósenta lægri greiðslu frá fæðingarorlofssjóði. Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði verða skertar um 1200 milljónir á næsta ári. Fyrir fáeinum dögum stóð til að gera þ að með því að lækka hámarksgreiðslur til foreldra úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund og að greiðslurnar yrðu aldrei hærri en 75 prósent af launum yfir 200 þúsundum. Frá þessum áformum hefur verið horfið. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um mánuð. Þennan eina mánuð getur foreldri nýtt sér þegar barnið er tveggja eða þriggja ára. Yrði þá foreldraorlof sem þyrfti að taka í samráði við vinnuveitanda. Hugnist foreldrum ekki sú leið stendur þeim til boða að taka fullt orlof en greiðslur úr fæðingarorlofssjóði munu þó skerðast um einn mánuð. Þessi eini mánuður verður tekinn af þeim þremur mánuðum sem foreldrar eiga nú sameiginlega. 17% lægri greiðslur Tökum dæmi af einstæðri móður sem fær 250 þúsund krónur úr fæðingarorlofssjóði. Þetta þýðir að hún getur valið á milli þess að vera fimm mánuði með nýfæddu barni sínu eða taka fulla sex mánuði, þar sem greiðslurnar eru 17% lægri en gildandi lög kveða á um. „Málið er það ef þessi kona er tekjulág þá tekur hún ákvörðun og velur sex mánuði. Hennar fæðingarorlof skerðist tiltillögu lítið því hún er það tekjulág því verið að verja þann hóp. Sé hún aftur á móti í þeim aðstæðum að hún geti fundið aðrar leiðir út úr þessu og velja að fresta einum mánuði þá velur hún það," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félags- tryggingamálanefndar Alþingis. Mynd/GVA Illa ígrundaðar tillögur Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndirnar illa ígrundaðar, ekki sé horft til barnanna sjálfra né aukinn kostnað sveitarfélaga, sem þurfi væntanlega að greiða meira í niðurgreiðslu til dagmæðra. Einhver þarf jú að sinna blessuðum börnunum. „Mér finnst í rauninni makalaust hvernig ríkisstjórnin er að fara inn í fæðingarorlofið. Þessi ríkisstjórn sem færði jafnréttismálin inn í forsætisráðuneytið til að undirstrika mikilvægi jafnréttismála en síðan er það eina sem henni dettur í hug í niðurskurði er að fara inn í fæðingarorlofssjóðinn í þriðja sinn," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sá sér ekki fært að veita viðtal vegna málsins en þau skilaboð bárust frá henni að búið væri að taka þá ákvörðun að vinna eftir þeim hugmyndum að stytta fæðingarorlof og vinna við frumvarp þess efnis hefjist á allra næstu dögum.
Tengdar fréttir Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09