Umfjöllun: Tryggvi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ómar Þorgeirsson skrifar 2. júlí 2009 15:35 Daníel Laxdal og Björgólfur Takefusa í baráttunni í leik liðanna í kvöld. Mynd/Daníel Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. KR er þar með fyrsta liðið til þess að taka stig af Stjörnumönnum á heimavelli þeirra í sumar en Vesturbæingar eru væntanlega enn að klóra sér í hausnum yfir því að hafa ekki farið þaðan í burtu með öll stigin þrjú. Björgólfur Takefusa kom gestunum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu en jöfnunarmark heimamanna kom í blálok uppbótartíma venjulegs leiktíma og þar var að verki gamli KR-ingurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason. Það tók liðin annars smá tíma að finna taktinn á Stjörnuvelli í kvöld og framan af skapaðist mesta hættan úr föstum leikatriðum. Stjörnumönnum gekk illa að finna glufur á skipulögðum varnarleik KR-inga í fyrri hálfleik en gestirnir voru hins vegar hættulegir í skyndiupphlaupum með þá Óskar Örn Hauksson og Prince Rajcomar í aðalhlutverkum. Eftir um hálftíma leik barst boltinn inn fyrir vörn Stjörnunnar og þá var Óskar Örn strax mættur eins og hrægammur og hirti boltann og lék á Bjarna Þórð í Stjörnumarkinu, sem braut á honum og vítaspyrna réttilega dæmd. Björgólfur Takefusa fór á punktinn og skoraði af öryggi og það reyndist eina markið í hálfleiknum en KR-ingar voru líklegri til þess að bæta við marki en Stjörnumenn að jafna. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti ekki mikið fyrir augað og lítið um opin marktækifæri. Liðin spiluðu mikinn kraftabolta með endalausum háloftaspyrnum og kýlingum langt fram völlinn. KR-ingar virtust líka vera sáttir með sitt og þrátt fyrir að þeir hafi fallið ef til vill einum of aftarlega á völlinn var í raun fátt sem benti til þess að Stjörnumenn myndu skora. Það trylltist því allt á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Tryggvi sveinn, fyrrum varnarmaður KR, var réttur maður á réttum stað og náði að pota inn jöfnunarmarkinu af stuttu færi og þar við sat. Risastórt stig fyrir Stjörnumenn staðreynd miðað við hvernig leikurinn spilaðist en KR-ingar að vonum svekktir og eitt stig rýr uppskera í Garðabænum í kvöld.Tölfræðin:Stjarnan - KR 1-1 0-1 Björgólfur Takefusa (31.) 1-1 Tryggvi Sveinn Bjarnason (90.+5.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 1.459 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (4) Skot (á mark): 9-8 (4-3) Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Stefán Logi 3 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 19-15 Rangstöður: 1-6Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Guðni Rúnar Helgason 6 Daníel Laxdal 7 *Tryggvi Bjarnason 7 -Maður leiksins Hafsteinn Rúnar Helgason 3 (38., Jóhann Laxdal 5) Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgisson 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (75., Magnús Björgvinsson -) Arnar Már Björgvinsson 3 (88., Richard Hurlin -) Halldór Orri Björnsson 5 Ellert Hreinsson 2KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 7 Jordao Diogo 6 *Óskar Örn Hauksson 7 (84., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævarsson 6 Bjarni Guðjónsson 6 Baldur Sigurðsson 6 Prince Rajcomar 5 (75., Gunnar Örn Jónsson-) Björgólfur Takefusa 6 (84., Guðmundur Pétursso Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og KR í 10. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - KR . Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. KR er þar með fyrsta liðið til þess að taka stig af Stjörnumönnum á heimavelli þeirra í sumar en Vesturbæingar eru væntanlega enn að klóra sér í hausnum yfir því að hafa ekki farið þaðan í burtu með öll stigin þrjú. Björgólfur Takefusa kom gestunum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu en jöfnunarmark heimamanna kom í blálok uppbótartíma venjulegs leiktíma og þar var að verki gamli KR-ingurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason. Það tók liðin annars smá tíma að finna taktinn á Stjörnuvelli í kvöld og framan af skapaðist mesta hættan úr föstum leikatriðum. Stjörnumönnum gekk illa að finna glufur á skipulögðum varnarleik KR-inga í fyrri hálfleik en gestirnir voru hins vegar hættulegir í skyndiupphlaupum með þá Óskar Örn Hauksson og Prince Rajcomar í aðalhlutverkum. Eftir um hálftíma leik barst boltinn inn fyrir vörn Stjörnunnar og þá var Óskar Örn strax mættur eins og hrægammur og hirti boltann og lék á Bjarna Þórð í Stjörnumarkinu, sem braut á honum og vítaspyrna réttilega dæmd. Björgólfur Takefusa fór á punktinn og skoraði af öryggi og það reyndist eina markið í hálfleiknum en KR-ingar voru líklegri til þess að bæta við marki en Stjörnumenn að jafna. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti ekki mikið fyrir augað og lítið um opin marktækifæri. Liðin spiluðu mikinn kraftabolta með endalausum háloftaspyrnum og kýlingum langt fram völlinn. KR-ingar virtust líka vera sáttir með sitt og þrátt fyrir að þeir hafi fallið ef til vill einum of aftarlega á völlinn var í raun fátt sem benti til þess að Stjörnumenn myndu skora. Það trylltist því allt á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Tryggvi sveinn, fyrrum varnarmaður KR, var réttur maður á réttum stað og náði að pota inn jöfnunarmarkinu af stuttu færi og þar við sat. Risastórt stig fyrir Stjörnumenn staðreynd miðað við hvernig leikurinn spilaðist en KR-ingar að vonum svekktir og eitt stig rýr uppskera í Garðabænum í kvöld.Tölfræðin:Stjarnan - KR 1-1 0-1 Björgólfur Takefusa (31.) 1-1 Tryggvi Sveinn Bjarnason (90.+5.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 1.459 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (4) Skot (á mark): 9-8 (4-3) Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Stefán Logi 3 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 19-15 Rangstöður: 1-6Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Guðni Rúnar Helgason 6 Daníel Laxdal 7 *Tryggvi Bjarnason 7 -Maður leiksins Hafsteinn Rúnar Helgason 3 (38., Jóhann Laxdal 5) Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgisson 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (75., Magnús Björgvinsson -) Arnar Már Björgvinsson 3 (88., Richard Hurlin -) Halldór Orri Björnsson 5 Ellert Hreinsson 2KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 7 Jordao Diogo 6 *Óskar Örn Hauksson 7 (84., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævarsson 6 Bjarni Guðjónsson 6 Baldur Sigurðsson 6 Prince Rajcomar 5 (75., Gunnar Örn Jónsson-) Björgólfur Takefusa 6 (84., Guðmundur Pétursso Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og KR í 10. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - KR . Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira