Joe Kinnear, stjóri Newcastle, hefur staðfest að John Arne Riise komi ekki til félagsins í næsta mánuði.
Kinnear hefur áður greint frá því að hann ætlaði sér að fá Riise að láni frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Roma en nú er ljóst að ekkert verður af því.
„John Arne Riise skipti um skoðun. Hann vann sér sæti í liðinu í nýjan leik og umboðsmaður hans sagði okkur að hann væri ánægður hjá Roma," sagði Kinnear.