Innlent

Markaðssetja Ísland fyrir fjársterka ferðamenn

Fjársterkum aðilum verður boðið að upplifa allar helstu náttúruperlur Íslands.
Fjársterkum aðilum verður boðið að upplifa allar helstu náttúruperlur Íslands.

„Discover Iceland" nefnist átak sem miðar að því að vekja athygli American Express korthafa á sérstæðri náttúru og ferðamannastöðum á Íslandi.

Í fréttatilkynningu sem fjölmiðlum var send vegna átaksins segir að Discover Iceland verði kynnt milljónum American Express korthafa í Evrópu eftir hefðbundnum leiðum í beinni markaðssetningu. Kynningarefni verði sent korthöfum American Express víða í Evrópu þar sem tilboð á vetrarferðum til Íslands verði tíunduð og þeim boðið að upplifa allt það besta sem Ísland hafi upp á að bjóða, svo sem einstakar náttúruperlur, veitingastaði á heimsmælikvarða og einstök verslunartækifæri. Einnig verði opnaður sérstakur kynningarvefur um átakið sem verður aðgengilegur á ensku, rússnesku, frönsku, þýsku og ítölsku.

Um er að ræða samstarfsverkefni Borgunar, þjónustuaðila American Express á Íslandi, Icelandair og Kreditkorta, sem er útgefandi American Express korta á Íslandi. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir í fréttatilkynningunni að það sé mikil ánægja að fá tækifæri til að taka þátt í þessu átaki og stuðla með því að fjölgun ferðamanna til Íslands á erfiðum tímum. Handhafar Amerian Express korta séu hvarvetna eftirsóttir viðskiptavinir, enda þekktir fyrir góð fjárráð og mikla kaupgetu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×