Fótbolti

Gomis í EM-hópi Frakka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Batefimbi Gomis í landsleik Frakklands og Ekvador í gær.
Batefimbi Gomis í landsleik Frakklands og Ekvador í gær. Nordic Photos / AFP

Bafetimbi Gomis var í dag valinn í EM-hóp Frakklands eftir að hann skoraði bæði mörk Frakka í 2-0 sigri á Ekvador í gær.

Raymond Domenech valdi fyrir skömmu 30 manna hóp en hefur nú þurft að stroka út sjö nöfn. Það var búist við því að Gomis yrði eitt þeirra en annað hefur komið á daginn.

Gomis varð í gær fyrsti franski landsliðsmaðurinn til að skora tvö mörk í frumraun sinni með franska landsliðinu síðan Zinedine Zidane gerði það í 2-2 jafnteflisleik gegn Tékkum árið 1994.

Mathieu Flamini var ekki valinn í landsliðshópinn, né heldur Djibril Cisse. Þá komst David Trezeguet ekki í 30 manna hóp Domenech.

Frakkar eru í C-riðli á EM, með Ítalíu, Hollandi og Rúmeníu.

Smelltu hér til að sjá mörkin sem Gomis skoraði í gær.

Hópurinn:

Markverðir: Gregory Coupet (Olympique Lyon), Sebastien Frey (Fiorentina), Steve Mandanda (Olympique Marseille).

Varnarmenn: Eric Abidal (Barcelona), Jean-Alain Boumsong (Lyon), Francois Clerc (Olympique Lyon), Sebastien Squillaci (Olympique Lyon), William Gallas (Arsenal), Patrice Evra (Manchester United), Willy Sagnol (Bayern München), Lilian Thuram (Barcelona).

Miðvallarleikmenn: Lassana Diarra (Portsmouth), Claude Makelele (Chelsea), Jeremy Toulalan (Olympique Lyon), Patrick Vieira (Inter Milan), Florent Malouda (Chelsea), Franck Ribery (Bayern München), Samir Nasri (Olympique Marseille).

Framherjar: Nicolas Anelka (Chelsea), Karim Benzema (Olympique Lyon), Sidney Govou (Olympique Lyon), Bafetimbi Gomis (St. Etienne), Thierry Henry (Barcelona).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×