Lífið

Anita vekur eftirtekt

Leikkonan Anita Briem hefur vakið töluverða athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni Journey to the Center of the Earth 3D, þar sem hún leikur íslenskan leiðsögumann sem flækist með í ferð inn í iður jarðar. Þannig fór gagnrýnandi breska blaðsins Sunday Mirror í gær lofsamlegum orðum um þessa frumraun Anitu í Hollywood. Hann segir handrit myndarinnar litlaust, en það sem haldi henni uppi séu nýstárlegar tæknibrellur, og ákafi aðalleikarans Brendans Fraser. „Það besta er mögulega íslenska leikkonan Anita Briem, sem er sniðug, klár og afar aðlaðandi," skrifar gagnrýnandinn.

Það eru þó ekki allir jafn hrifnir. Gagnrýnandi Variety segir myndina góða, ekki síst fyrir það hve fyndinn Fraser sé. Það sé meira en hægt sé að segja um hina stífu og skandinavísku Anitu Briem, „sem er falleg, á svipaðan hátt og jökull."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.