Lífið

Þrír Geirar skírðir í Jóns­húsi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Klara og Geir voru ánægð með synina þrjá sem allir bera sama millinafnið.
Klara og Geir voru ánægð með synina þrjá sem allir bera sama millinafnið.

Bræðurnir Hjalti Geir, Árni Geir og Tryggvi Geir voru allir þrír skírðir af séra Sigfúsi Kristjánssyni í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 7. desember síðastliðinn. Foreldrarnir Klara og Geir voru kát með Geirana sína þrjá.

Jónshús er á Øster Voldgade 12 og var heimili Jóns Sigurðssonar sjálfstæðishetju og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur. Húsið er í dag allt í senn safn um ævi Jóns, félagsheimili fyrir Íslendinga, menningarhús, bókasafn og geymir vinnuaðstöðu fyrir íslensk fyrirtæki og íbúðir fyrir íslenska fræðimenn.

Það er yfirleitt nóg um að vera í Jónshúsi og stanslaus dagskrá. Síðustu tvær vikur hefur þar verið félagsvist, jólabingó Íslendingafélagsins, jólabjórsmökkun Hafnarbræðra og Jólafrokost Heldriborgarara. Svo er skötuveisla framundan næsta sunnudag. Auk þess bætast reglulega við skemmtilegir viðburðir á borð við skírnir og hjónavígslur.

Séra Sigfús Kristjánsson tók til starfa sem sendiráðsprestur í sendiráðinu í Kaupmannahöfn 2020 og var fyrsta embættisverk hans að skíra litla stúlku. Síðan þá hefur hann skírt ófá börn í Jónshúsi.


Tengdar fréttir

Kóngurinn með kveðju til Íslendinga

Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn, heimsótti Friðrik X Danakonung í dag og færði honum þakkir fyrir orðuna sem kóngur sæmdi hana í tilefni af heimsókn hans og íslensku forsetahjónanna í Jónshús fyrra. Í dag eru jafnframt tíu ár síðan Halla tók við starfinu í Jónshúsi en á fundi hennar með konungi í dag bað hann fyrir kveðju til Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.