Enski boltinn

Átökin á Stamford Bridge til rannsóknar

NordcPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið hefur farið fram á að fá myndbandsupptökur af átökunum sem urðu milli varamanna Manchester United og starfsmanna Chelsea á Stamford Bridge eftir leik liðanna í gær.

"Þessi rannsókn verður óháð skýrslu dómara því hann var inni í búningsherbergi þegar atvikið átti sér stað. Við munum fara þess á leit við Chelsea að útvega okkur myndir af atvikinu," sagði talsmaður knattspyrnusambandsins í samtali við Sky í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×