Fótbolti

Hópur Hollendinga klár

Bert van Marwijk landsliðsþjálfari hefur nú tilkynnt 22 manna hóp sinn fyrir leikinn gegn okkur Íslendingum í undankeppni HM þann 11. október.

Hollenska liðið mætir svo Norðmönnum í Noregi fjórum dögum síðar.

Eins og sjá má er valinn maður í hverju rúmi í þessu gríðarlega sterka liði. Markvörðurinn Edwin van der Sar hefur nú verið valinn í hópinn á ný tímabundið, en það er til að bregðast við meiðslavandræðum sem verið hafa á markvörðum liðsins.

Van der Sar á að baki 128 landsleiki fyrir Hollendinga en lagði landsliðshanskana á hilluna eftir EM í sumar.

Þá hefur miðjumaðurinn Wesley Sneijder einnig verið kallaður inn í landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik með Real Madrid síðan hann meiddist í æfingaleik fyrir tveimur mánuðum.

Marwijk þjálfari hefur þó staðfest að Sneijder muni ekki spila leikinn gegn Íslendingum.

Hópur Hollendinga:

Markverðir: Edwin van der Sar (Manchester United), Henk

Timmer (Feyenoord), Michel Vorm (Utrecht)

Varnarmenn: Tim de Cler (Feyenoord), John Heitinga (Atletico

Madrid), Joris Mathijsen (SV Hamburg), Andre Ooijer (Blackburn

Rovers), Dirk Marcelis (PSV Eindhoven)

Miðjumenn: Ibrahim Afellay (PSV Eindhoven), Mark van

Bommel (Bayern Munich), Giovanni van Bronckhorst (Feyenoord),

Orlando Engelaar (Schalke 04), Nigel de Jong (SV Hamburg),

Rafael van der Vaart (Real Madrid), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar),

Wesley Sneijder (Real Madrid)

Framherjar: Klaas Jan Huntelaar (Ajax Amsterdam), Dirk Kuyt

(Liverpool), Robin van Persie (Arsenal), Arjen Robben (Real

Madrid), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic), Ryan Babel

(Liverpool).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×