Erlent

Mikill eltingarleikur við barnunga ræningja í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn lenti í miklum eltingaleik við barnunga búðarræningja á stolnum bíl í nótt.

Þrír drengir á aldrinum 14 ára og einn 15 ára gamall rændu 7-Eleven búðina á Frederiksberg og eftir ránið sást til þeirra á stolinni Mazda bifreið.

Lögreglan hóf eftirför og barst leikurinn víða um borgina á ofsahraða þar til lögreglunni tókst að stöðva drengina með því að keyra á bíl þeirra við Austurbrú.

Sá 15 ára verður leiddur fyrir dómara í dag en yngri drengjunum þremur var komið í hendur félagsmálayfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×