Fótbolti

Lágur meðalaldur landsliðsmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tveir ungir - hinn átján ára gamli Chris Gunter og nítján ára Arnór Smárason.
Tveir ungir - hinn átján ára gamli Chris Gunter og nítján ára Arnór Smárason. Mynd/Vilhelm

Ólafur Jóhannesson stillti upp ungu íslensku landsliði gegn Wales í gær en leikmenn voru engu að síður að meðaltali þremur árum eldri en andstæðingar sínir.

Alls komu 34 leikmenn við sögu á Laugardalsvellinum í gær og meðalaldur þeirra allra er 24,2 ár.

Meðalaldur leikmanna Wales í leiknum var ekki nema 22,8 ár en alls komu átta leikmenn 21 árs og yngri við sögu í leiknum. Meðalaldur íslenska liðsins var 25,6 ár en þar komu fjórir leikmenn 21 árs og yngri við sögu.

Elsti leikmaðurinn á vellinum var Stefán Þórðarson, leikmaður ÍA, en hann varð 33 ára í mars. Fjalar Þorgeirsson markvörður verður 33 ára síðar á árinu en varamarkvörðurinn Fjalar Þorgeirsson verður 31 árs á þessu ári.

Elsti leikmaður Wales var Craig Bellamy sem verður 29 ára í júlí næstkomandi. Jason Koumas er nokkrum mánuðum yngri en yngsti leikmaður liðsins var Sam Vokes sem er ekki nema átján ára gamall. Varnarmaðurinn Chris Gunter er nokkrum mánuðum eldri en hann var í byrjunarliði Wales í gær.

Yngsti leikmaður íslenska liðsins var Aron Einar Gunnarsson sem varð nítján ára í apríl síðastliðnum.

Markaskorari leiksins, Ched Evans, er einnig í yngri kantinum en hann verður tvítugur á þessu ári. Þetta var hans fyrsti A-landsleikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×