Innlent

Formaður Íslenska Alpaklúbbsins um K-2

Fjallið K2. MYND/AFP
Fjallið K2. MYND/AFP

Formaður Íslenska Alpaklúbbsins segir að K-2 sé hættulegasta fjall í heimi að klifra. Ellefu manns fórust þar um helgina.

Freyr Ingi Björnsson, formaður Íslenska Alpaklúbbsins, segir að fátítt sé að svo margir farist í einu í fjallgöngu. Snjóflóð hreif einhverja með sér en tveir höfðu þá þegar hrapað til bana.

Aðrir fórust þegar þeir reyndu að komast niður á klifurlína eftir að snjóflóðið féll.

Freyr Ingi segir að rétt sé að taka með varúð fullyrðingum um að klifurlínur hafi verið lagðar á vitlausum stöðum. Talsverðan tíma muni taka að rannsaka málið til hlítar.

K-2 sé erfitt og hættulegt fjall, mun erfiðara en Everest. K-2 er næst hæsta fjall í heimi á eftir Everest. Það er í Pakistan í grennd við kínversku landamærin. Nafnið er frá árinu 1856 en þá könnuðu Evrópubúar það í fyrsta skipti.

Það var Thomas Montgomerie sem gaf því nafnið þar sem það er annar tindurinn í Karakoram fjallgarðinum. Heimamenn kalla fjallið Ketú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×