10 bestu refirnir í ensku úrvalsdeildinni 28. júlí 2008 13:23 Dean Windass tryggði Hull sæti í úrvalsdeildinni tæplega fertugur NordcPhotos/GettyImages Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu "gömlu refina" sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni í tilefni af því að hinn síungi Dean Windass tryggði Hull City sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor. Windass er 39 ára gamall og á góða möguleika á að komast inn á lista þessara öldnu höfðingja sem prýða lista Sun. 10. Lee Dixon Þessi Arsenal-goðsögn lagði skóna á hilluna árið 2002 og var þá 38 ára gamall. Dixon spilaði stöðu hægri bakvarðar og var lykilmaður í ógnarsterkri vörn hins sigursæla liðs Arsenal á tíunda áratugnum. Hann var 14 ár hjá Arsenal og hætti á sama tíma og fyrirliðinn Tony Adams. 9. Gary Speed Þessi síungi Walesverji ætti að vera fyrirmynd allra ungra knattspyrnumanna hvað það varðar að halda sér í góðu formi. Speed á að baki 20 ár í efstu deild og stuðningsmenn Bolton sáu mikið eftir honum á síðustu leiktíð þegar hann skipti yfir til Sheffield United. 8. Mark Hughes Hughes er nú stjóri Manchester City, en leikmenn hans ættu að hlusta vel þegar hann talar - því Hughes hefur komið víða við á löngum og glæsilegum ferli. Hughes var enn að spila í úrvalsdeildinni þegar hann tók við landsliði Wales árið 1999. Hann lagði skóna á hilluna 38 ára gamall hjá Blackburn, en tók síðar við stjórastöðunni hjá félaginu. 7. Denis Irwin Írski bakvörðurinn var einn stöðugasti leikmaður úrvalsdeildarinnar á 12 sigursælum árum með Manchester United. Hann hafði þó ekki spilað sinn síðasta leik á Old Trafford eftir að hann fór frá United, því hann sneri aftur þangað árið 2003 sem leikmaður Wolves eftir að hann hafði komið liðinu að komast upp í úrvalsdeildina. Hann var þá 38 ára gamall. 6. Stuart Pearce Ferill Pearce var dramatískur í meira lagi og innihélt stóra sigra og mikil áföll (eins og misnotaðar vítaspyrnur). Lokaleikur Pearce í úrvalsdeildinni var með West Ham leiktíðina 2000-2001 þegar hann var 39 ára gamall, en "Psycho" spilaði reyndar tvö ár til viðbótar með Manchester City. Teddy Sheringham hélt áfram að skora yfir fertugtNordicPhotos/GettyImages 5. Nigel Winterburn Winterburn spilaði á vinstri kantinum hjá Arsenal á móti Lee Dixon og þeir félagar urðu bara betri með aldrinum. Winterburn lék lengst af með Arsenal en lengdi feril sinn um þrjú ár með West Ham. Hann lagði skóna á hilluna 39 ára gamall. 4. Ray Wilkins Wilkins lék á miðjunni með enska landsliðinu á sínum tíma, en spilaði reyndar síðasta leik sinn í úrvalsdeild með QPR árið 1994. Hann fór síðar frá félaginu en sneri fljótt aftur í nærri tvo ár - þá sem spilandi þjálfari. Hann var 39 ára gamall þegar hann hætti. 3. Bryan Robson Kapteinninn lék sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni sem spilandi þjálfari Middlesbrough og vantaði þá aðeins 10 daga í fertugsafmælið. Robson átti frábæran feril með Manchester United þar sem hann var fyrirliði liðsins. 2. Gordon Strachan Þessi rauðhærði og snaggaralegi leikmaður varð fyrsti leikmaðurinn til að spila í úrvalsdeildinni fertugur að aldri. Hann var þá spilandi þjálfari Coventry, en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liðinu. Fáir áttu von á að met hans yrði slegið í bráð, en annað kom á daginn. 1. Teddy Sheringham Á toppnum situr maður sem virðist hafa ögrað tímanum. Hvort það er konan hans sem hefur haldið framherjanum svona ungum skal ósagt látið, en Sheringham spilaði sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni fyrir West Ham þann 30. desember árið 2006. Hann vantaði þá aðeins 95 daga í 41. afmælisdag sinn og ljóst er að Dean Windass og aðrir aldnir kappar munu þurfa að hafa sig alla við til að slá met kappans. Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu "gömlu refina" sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni í tilefni af því að hinn síungi Dean Windass tryggði Hull City sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor. Windass er 39 ára gamall og á góða möguleika á að komast inn á lista þessara öldnu höfðingja sem prýða lista Sun. 10. Lee Dixon Þessi Arsenal-goðsögn lagði skóna á hilluna árið 2002 og var þá 38 ára gamall. Dixon spilaði stöðu hægri bakvarðar og var lykilmaður í ógnarsterkri vörn hins sigursæla liðs Arsenal á tíunda áratugnum. Hann var 14 ár hjá Arsenal og hætti á sama tíma og fyrirliðinn Tony Adams. 9. Gary Speed Þessi síungi Walesverji ætti að vera fyrirmynd allra ungra knattspyrnumanna hvað það varðar að halda sér í góðu formi. Speed á að baki 20 ár í efstu deild og stuðningsmenn Bolton sáu mikið eftir honum á síðustu leiktíð þegar hann skipti yfir til Sheffield United. 8. Mark Hughes Hughes er nú stjóri Manchester City, en leikmenn hans ættu að hlusta vel þegar hann talar - því Hughes hefur komið víða við á löngum og glæsilegum ferli. Hughes var enn að spila í úrvalsdeildinni þegar hann tók við landsliði Wales árið 1999. Hann lagði skóna á hilluna 38 ára gamall hjá Blackburn, en tók síðar við stjórastöðunni hjá félaginu. 7. Denis Irwin Írski bakvörðurinn var einn stöðugasti leikmaður úrvalsdeildarinnar á 12 sigursælum árum með Manchester United. Hann hafði þó ekki spilað sinn síðasta leik á Old Trafford eftir að hann fór frá United, því hann sneri aftur þangað árið 2003 sem leikmaður Wolves eftir að hann hafði komið liðinu að komast upp í úrvalsdeildina. Hann var þá 38 ára gamall. 6. Stuart Pearce Ferill Pearce var dramatískur í meira lagi og innihélt stóra sigra og mikil áföll (eins og misnotaðar vítaspyrnur). Lokaleikur Pearce í úrvalsdeildinni var með West Ham leiktíðina 2000-2001 þegar hann var 39 ára gamall, en "Psycho" spilaði reyndar tvö ár til viðbótar með Manchester City. Teddy Sheringham hélt áfram að skora yfir fertugtNordicPhotos/GettyImages 5. Nigel Winterburn Winterburn spilaði á vinstri kantinum hjá Arsenal á móti Lee Dixon og þeir félagar urðu bara betri með aldrinum. Winterburn lék lengst af með Arsenal en lengdi feril sinn um þrjú ár með West Ham. Hann lagði skóna á hilluna 39 ára gamall. 4. Ray Wilkins Wilkins lék á miðjunni með enska landsliðinu á sínum tíma, en spilaði reyndar síðasta leik sinn í úrvalsdeild með QPR árið 1994. Hann fór síðar frá félaginu en sneri fljótt aftur í nærri tvo ár - þá sem spilandi þjálfari. Hann var 39 ára gamall þegar hann hætti. 3. Bryan Robson Kapteinninn lék sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni sem spilandi þjálfari Middlesbrough og vantaði þá aðeins 10 daga í fertugsafmælið. Robson átti frábæran feril með Manchester United þar sem hann var fyrirliði liðsins. 2. Gordon Strachan Þessi rauðhærði og snaggaralegi leikmaður varð fyrsti leikmaðurinn til að spila í úrvalsdeildinni fertugur að aldri. Hann var þá spilandi þjálfari Coventry, en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liðinu. Fáir áttu von á að met hans yrði slegið í bráð, en annað kom á daginn. 1. Teddy Sheringham Á toppnum situr maður sem virðist hafa ögrað tímanum. Hvort það er konan hans sem hefur haldið framherjanum svona ungum skal ósagt látið, en Sheringham spilaði sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni fyrir West Ham þann 30. desember árið 2006. Hann vantaði þá aðeins 95 daga í 41. afmælisdag sinn og ljóst er að Dean Windass og aðrir aldnir kappar munu þurfa að hafa sig alla við til að slá met kappans.
Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira