Innlent

Ingibjörg Sólrún: Ótímabært að ræða kosningar

MYND/Pjetur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála þeim Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra og Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra að ganga eigi til kosninga á næsta ári. Þetta sagði hún í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Bæði Þórunn og Björgvin viðruðu þá skoðun í gær að ganga ætti til kosninga á næsta ári því menn þyrftu að fá endurnýjað umboð kjósenda til þess að ganga til þeirra verka sem fram undan væru í samfélaginu. Í sama streng hafa varaformaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson og þingmennirnir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ellert B. Schram og Katrín Júlíusdóttir tekið.

Ingibjörg Sólrún sagði hins vegar að nú stæðu yfir björgunaraðgerðir og með því að boða til kosninga á næsta ári væri það eins og að halda aðalfund í slysavarnafélaginu á meðan björgunaraðgerðin stæði yfir. Umræðan um kosningar væri því ekki tímabær. Sagði formaður Samfylkingarinnar að samráðherrum hennar væri þó frjálst að hafa sínar skoðanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×