Innlent

Viðskiptaráðherra vill kosningar á næsta ári

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er þeirrar skoðunar að boða eigi til kosninga á næsta ári. Undir þá skoðun tekur Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og segir atburði síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð.

,,Það er mikil óvissa og óánægja út í samfélaginu," segir Þórunn sem er þeirrar skoðunar að Íslendingar séu staddir á þeim stað að á næsta ári einhvern tíma þurfi að endurnýja umboð stjórnvalda og með því gefa fólki það eðlilega og lýðræðislega vald sem hjá því býr. Samkvæmt leikreglum lýðræðisins séu kosningar líklegasta aðferðin til þess að svo verði.

Það er sannfæring Þórunnar að stjórnvöld þyrfi að endurnýja umboð sitt. ,,Við þurfum nýja byrjun."

Viðskiptaráðherra er sama sinnis og sömu sögu er að segja af Lúðvíki Bergvinssyni þingflokksformanni.

Ekki náðist í formann Samfylkingarinnar fyrir fréttir.










Tengdar fréttir

Umhverfisráðherra vill kosningar á næsta ári

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segist vera þeirrar skoðunnar að boða eigi til kosninga á næsta ári. Hún segir atburði síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð. Þórunn er fyrst ráðherra til þess að lýsa því yfir að hún vilji ganga til kosninga á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×