Innlent

Ekki búið að tímasetja ESB-aðildarumsókn

Urður Gunnarsdóttir
Urður Gunnarsdóttir

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segist ekki kannast við að íslensk stjórnvöld hafi nefnt einhverjar tímasetningar vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

Financial Times fullyrti um helgina að áætlun fyrir umsókn um aðild að Evrópusambandinu hafi verið mótuð í utanríkisráðuneytinu. Hún miði að því að sótt verði um snemma á árinu 2009 og að gengið verði í sambandið einhvern tímann á árinu 2011.

Vísir hefur fengið aðgang að minnisblaði sem hefur verið skrifað um það hvernig umsóknarferlið og aðildarviðræður fari fram. Hins vegar er þar ekkert fjallað um tímasetningar. „Það væri ábyrgðahluti ef ráðuneytið væri ekki farið að skoða þetta, en það eru ekki við sem ræðum tímasetningar. Það eru pólitíkusarnir," segir Urður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×