Fótbolti

Pólverjum vísað úr keppni?

Pólska knattspyrnulandsliðið gæti átt yfir höfði sér að vera vísað úr undankeppni HM.

Alþjóða Knattspyrnusambandið (FIFA) og Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) neita að samþykkja forystumann pólska knattspyrnusambandsins og hefur hótað að vísa pólska liðinu úr öllum keppnum á vegum sambandanna.

Íþróttamálaráðuneytið í Póllandi hefur rekið stjórn pólska knattspyrnusambandsins vegna vanhæfni þess til að tækla spillingarmál sem upp komu í tengslum við knattspyrnuna í landinu.

Pólverjar eiga að halda Evrópumótið í knattspyrnu ásamt Úkraínumönnum árið 2012, en ljóst er að þær áætlanir gætu verið í hættu ef Pólverjarnir leysa ekki úr vanda sínum nú.

FIFA ætlar að taka ákvörðun í máli pólska knattspyrnusambandsins á fundi í Zurich dagana 23.-24. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×