Erlent

Verkfallinu í olíuhreinsistöðinni í Skotlandi er lokið

Verkfalli nær 1.200 starfsmanna olíuhreinsistöðvarinnar í Grangemouth í Skotlandi er lokið en það stóð í tvo sólarhringa.

Starfsmennir hófu störf við stöðina í morgun en talið er að það taki rúma viku að koma stöðinni í fullan gang á ný. Hún tekur á móti um þriðjungi af allri olíu sem Bretar vinna í Norðursjó.

Deila starfsmanna og eigenda stöðvarinnar um lífeyrisgreiðslur er enn í hnút og búast má við frekari vinnustöðvunum ef hún leysist ekki fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×