Fótbolti

Georgía rak Toppmöller

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klaus Toppmöller gengur af velli á Windsor Park í Belfast í síðustu viku.
Klaus Toppmöller gengur af velli á Windsor Park í Belfast í síðustu viku. Nordic Photos / AFP

Knattspyrnusamband Georgíu hefur sagt landsliðsþjálfaranum Klaus Toppmöller upp störfum en það var tilkynnt í morgun.

„Við vorum alls ekki ánægður með frammistöðu liðsins í undankeppni EM 2008," sagði Nodar Akhalkatsi, formaður sambandsins. „Ég tel að við þurfum að finna annan þjálfara til að bæta frammistöðu okkar."

Akhalkatsi sagði að leit af eftirmanni Toppmöller væri þegar hafin. Georgía varð í sjötta sæti í sínum riðli í undankeppni EM, einu sæti fyrir ofan Færeyjar.

Georgía mætti Norður-Írlandi í vináttulandsleik í síðustu viku í Belfast og tapaði, 4-1. 

Toppmöller þjálfaði Bochum, Leverkusen og Hamburg í heimalandi sínu áður en hann tók við landsliði Georgíu árið 2006.

Hann var kjörinn knattspyrnustjóri ársins í Þýskalandi árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×