Erlent

Týndu töskurnar á Heathrow sendar til Ítalíu

Vandræðin á nýju flugstöðinni á Heathrow flugvelli í London halda áfram. Gríðarlegar tafir urðu í flugstöðinni þegar hún opnaði á dögunum og týndust hvorki meira né minna en 28 þúsund töskur í flokkunarkerfi flugstöðvarinnar.

Nú vinna 400 sjálfboðaliðar að því að koma töskunum til síns heima og hefur verið ákveðið að senda 19 þúsund töskur til hraðsendingafyrirtækis á Ítalíu.

Talsmaður flugstöðvarinnar segir að það taki styttri tíma að flytja allar töskur sem áttu að fara til meginlands Evrópu fyrst til Ítalíu og senda þær svo þaðan áfram á rétta staði. Þetta mun vera viðtekin venja þegar kemur að týndum töskum þó fjöldinn hafi aldrei verið eins mikill og nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×