Erlent

Til hjálpar Betancourt

Nicolas Sarkozy .
Nicolas Sarkozy .

Nicolas Sarkozy hefur skipað sérstaka sendinefnd sem ætlað er að fara inn í frumskóga Kólombíu til þess að veita Ingrid Betancourt læknishjálp.

Betancourt, sem er kólombískur stjórnmálamaður af frönskum uppruna hefur verið í haldi FARC skæruliðanna í sex ár og mun vera alvarlega sjúk.

Forsetinn lýsti þessu yfir í gær um leið og hann ítrekaði fyrri kröfur um að skæruliðarnir sleppi henni og öðrum gíslum úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×