Staðfest hefur verið að Tim Cahill, miðjumaður Everton, leikur ekki meira á þessu tímabili. Gömul meiðsli hafa tekið sig upp hjá þessum 28 ára ástralska leikmanni.
Þetta er mikið áfall fyrir Everton sem er í harðri baráttu við Liverpool um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.