Enski boltinn

Stuðningsmenn halda tryggð við Derby

Pride Park stendur undir nafni þessa dagana
Pride Park stendur undir nafni þessa dagana

Svo gæti farið að Derby County félli úr úrvalsdeildinni á morgun ef liðið tapar fyrir Fulham og önnur úrslit fara á versta veg. Liðið hefur ekki unnið leik síðan það vann sinn fyrsta og eina leik í september í fyrra.

Það kemur þó ekki í veg fyrir að traustir stuðningsmenn liðsins mæti á völlinn, því samkvæmt frétt Daily Mail í dag eru ekki nema um 70 óseldir miðar á leikinn á morgun.

Ef Derby tapar fyrir Fulham á morgun og Birmingham eða Bolton ná að vinna sína leiki, er Derby fallið úr úrvalsdeildinni.

Ætli Derby menn að vinna sigur í úrvalsdeildinni á árinu, fá þeir líklega ekki mikið betra tækifæri en leikinn gegn Fulham, því Lundúnaliðið hefur ekki unnið leik á útivelli á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×