Enski boltinn

Gilberto er of massaður

Gilberto hefur ekki spilað með Tottenham í þrjár vikur
Gilberto hefur ekki spilað með Tottenham í þrjár vikur NordcPhotos/GettyImages

Brasilíumaðurinn Gilberto hefur ekki komið mikið við sögu hjá Tottenham síðan hann var keyptur frá Hertha Berlin á 2 milljónir punda í janúar.

Ein af ástæðunum fyrir því að bakvörðurinn hefur ekki fengið að spila er sú að hann er of þungur að mati Juande Ramos knattspyrnustjóra og þjálfara hans.

Hinn 31 árs gamli Gilberto er þó ekki "fitubolla" eins og Ramos kallaði nokkra af leikmönnum Tottenham þegar hann tók við - heldur er hann með of mikinn vöðvamassa.

Hann hefur nú verið settur í sérstaka meðferð hjá Marco Alvarez þrekþjálfara með von um að hann nái að skera sig niður í viðunandi vigt fyrir knattspyrnustjórann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×