Enski boltinn

Írar hafa áhuga á bróður Wayne Rooney

NordcPhotos/GettyImages

Forráðamenn írska knattspyrnusambandsins hafa mikinn áhuga á því að tryggja sér þjónustu John Rooney, yngri bróður Wayne Rooney hjá Manchester United.

John leikur með Macclesfield í ensku D-deildinni eftir að hafa alist upp hjá Everton líkt og bróðir hans. Hann var í fimm ár hjá Everton en lék sinn fyrsta leik fyrir Macclesfield um páskana.

Rooney er af írskum ættum og sagt er að þjálfari ungmennaliðs Íra hafi mikinn áhuga á að fá hinn 17 ára gamla pilt inn í lið sitt. John ku vera nokkuð efnilegur, þó hann eigi líklega aldrei eftir að komast úr skugga eldri bróður síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×