Erlent

Gjafmildur hraðbanki í Hull

Viðskiptavinir hraðbanka í Hull á þriðjudaginn var fengu heldur en ekki óvæntan glaðning þegar þeir tóku út úr bankanum. Kerfisvilla orsakaði að bankinn tvöfaldaði alltaf upphæðina sem beðið var um án þess að það kæmi fram á kvittunum.

Á stuttri stundu myndaðist löng biðröð við bankann enda hringdi fólk í vini sína og kunningja til að benda þeim á þennan gjafmilda banka. Hámarksúttektarupphæð í bankanum var 300 pund, tæpar fimmtíu þúsund krónur og þeir sem nýttu sér úttektarheimildina í botn hurfu því glaðir á braut með hundrað þúsund kall í bankanum.

Að nokkrum klukkustundum liðnum og eftir að hundruðir ánægðra viðskiptavina höfðu lagt leið sína í bankann, tæmdist hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×