Enski boltinn

WBA tók Bristol í kennslustund

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einu af mörkunum fimm hjá West Brom fagnað.
Einu af mörkunum fimm hjá West Brom fagnað.

West Bromwich Albion er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. Liðið vann 5-1 sigur á Bristol Rovers á útivelli í kvöld.

Lokastaða leiksins gefur þó ekki rétta mynd af leiknum en WBA skoraði þrjú af mörkunum á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Ishmael Miller skoraði þrennu í leiknum en hin mörk WBA skoruðu James Morrison og Kevin Phillips. Danny Coles skoraði mark Bristol þegar hann minnkaði muninn í 2-1.

Áður höfðu Portsmouth og 1. deildarliðin Barnsley og Cardiff unnið sér sæti í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×