Enski boltinn

Arsenal fékk aðeins stig gegn Wigan

Emile Heskey fór meiddur af leikvelli í dag.
Emile Heskey fór meiddur af leikvelli í dag.

Stuðningsmenn Manchester United hafa allavega yfir einhverju að gleðjast þessa helgina þar sem Arsenal fékk aðeins eitt stig gegn Wigan. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan.

Heimamenn í Wigan eru í fallbaráttu og þessi úrslit því ansi óvænt.

Emmanuel Adebayor fékk dauðafæri strax á fyrstu mínútu og undir lokin mátti litlu muna að Cesc Fabregas næði að stela stigunum þremur sem í boði voru.

Þetta þýðir að nú munar 2 stigum á Arsenal og Manchester United en lærisveinar Alex Ferguson eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×