Enski boltinn

Þriðja 4-0 tap West Ham í röð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Berbatov skoraði tvö mörk í dag.
Berbatov skoraði tvö mörk í dag.

Það gengur hvorki né rekur hjá West Ham um þessar mundir. Tottenham slátraði Hömrunum í dag 4-0 en þetta er þriðji leikurinn í röð sem West Ham tapar með þessum tölum.

Búlgarinn Dimitar Berbatov skoraði tvö mörk, bæði með skalla, og þá gerðu varamennirnir Gilberto og Darren Bent sitt markið hvor.

West Ham er í tíunda sæti deildarinnar en Tottenham í því ellefta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×