Erlent

Styðja áætlanir Obama um brottflutning hermanna frá Írak

MYND/AP

Öryggisráðgjafi írösku ríkisstjórnarinnar styðjur eindregið áætlanir Baracks Obama um að flýta brottflutningi bandarískra hermanna frá landinu.

Ríkisstjórn George Bush hefur lagt þunga áherslu á að bandarískir hermenn yrðu í Írak í að minnsta kosti þrjú ár í viðbót. Þessu hafa Írakar verið andvígir, þeir hafa viljað losna fyrr við Bandaríkjamenn.

Barack Obama sagði í kosningabaráttu sinni að hann vildi flytja hermennina frá landinu á næstu sextán mánuðum. Öryggisráðgjafi Íraks, Mowaffaq al-Rubaie, sagði í viðtali við arabíska stjónvarpsstöð að sextán mánuðir væru góð tímaáætlun. Írakar styddu hinn nýja forseta heils hugar í því máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×