Innlent

Hakakrossinn tók á móti ferðalöngum í Leifsstöð

Hér sést hakakrossinn sem mætti farþegum sem komu frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
Hér sést hakakrossinn sem mætti farþegum sem komu frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi.

Það voru þreyttir ferðalangar sem komu með flugi Iceland Express frá Kaupmannahöfn um miðnætti í gærkvöldi. Lítilsháttar seinkun hafði verið á fluginu en farþegarnir ráku upp stór augu við lendinguna í Keflavík. Hakakrossinn tók á móti hópnum.

Þegar vélin stöðvaðist litu farþegar út um gluggann og var þá búið að mynda hakakrossinn í snjóinn á flugbrautinni. Einnig stóð stórum stöfum, VELKOMIN, með stóru Ó-i fyrir framan.

Einhverjum farþegum fannst þetta heldur óblíðar móttökur en svo virðist sem nokkrir hressir starfsmenn flugvallarins hafi leiðst biðin eftir vélinni. Það er fyrirtækið IGS sem sér um að þjónusta flugfélögin á Keflavíkurflugvelli.

Vaktsjóri hjá fyrirtækinu kannaðist ekki við málið þegar Vísir náði af henni tali og vísaði á Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann sagðist í samtali við Vísi ekkert hafa heyrt af þessum gjörðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.